Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 15:52 Mikill fjöldi mótmælti loftárásum Bretlands og Bandaríkjanna í Jemen í dag. Vísir/EPA Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru. Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru.
Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01
Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39