„Það er einhver tenging á milli okkar en við höfum aldrei hist“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2024 20:00 „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi, segir Ólafía Þórunn en konurnar hafa aldrei hist.“ aðsend/vísir Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn á í einlægum en óhefðbundnum vinskap við 75 ára konu á Akureyri. Þær hafa aldrei hist en Ólafía fær reglulega sendar heimaprjónaðar peysur frá konunni. Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía. Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía.
Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira