Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 12. janúar 2024 20:18 Vilhjálmur Birgisson segist vera óhress með aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira