Fimm létust og sex særðust í árásunum í gærnótt sem höfðu 73 skotmörk í og við höfuðborg Jemen, hafnarborgina Húdaída og á þremur öðrum svæðum í landinu. Bandaríkin og Bretland segja árásirnar hafa átt rétt á sér og að verið sé með þeim að stuðla að öryggi skipaflutninga í Rauðhafinu.
Samkvæmt Guardian flögguðu þúsundir fánum Jemen og Palestínu á aðaltorgi Sanaborgar og kyrjuðu áköll um niðurrif Bandaríkjanna og Ísraels. Mótmæli áttu sér einnig stað í tveimur öðrum borgum landsins.
On Jan. 11 at 2:30 a.m. (Sanaa time), U.S. Central Command forces, in coordination with the United Kingdom, and support from Australia, Canada, the Netherlands, and Bahrain conducted joint strikes on Houthi targets to degrade their capability to continue their illegal and pic.twitter.com/bR8biMolSx
— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 12, 2024
Bandaríski hershöfðinginn Michael Erik Kurilla segir í tilkynningu frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, að Hútarnir verði dregnir til ábyrgðar fyrir árásir sínar.
Hvíta húsið hefur sagt að Bandaríkin leitist ekki eftir stríði í Jemen og heldur ekki átökum við Íran sem hefur stutt við bakið á stjórn Húta á svæðinu. Talsmaður þess í þjóðaröryggismálum, hann John Kirby, ítrekaði þó í viðtali við MSNBC ákall Bandaríkjanna um að Íran stöðvi stuðning sinn við Hútana í hernaðarmálum.
Bandarísk yfirvöld segja að loftárásir þeirra hafi dregið úr getu Hútana til að stunda árásir líkt og þeir hafa gert undanfarna daga.