Jafntefli gegn Serbum í fyrsta leik gæti vitað á gott Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru núverandi landsliðsþjálfarar íslenska landsliðsins en þeir voru báðir í liðinu sem vann brons árið 2010 og gerði jafntefli við Serba í fyrsta leik mótsins. Vísir/Vilhelm Ísland og Serbía gerðu jafntefli í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í handknattleik í gær. Síðast þegar það gerðist náði Ísland sínum besta árangri á EM í sögunni. Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira