Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2024 20:31 Ólöf Ýrr Atladóttir, annar eigandi ferðafyrirtækisins Sóti Summits á Siglufirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira