The Iron Claw: Endurtekningarsöm bræðrabylta Heiðar Sumarliðason skrifar 21. janúar 2024 08:16 Von Erich bræðurnir. Titill The Iron Claw vísar í auðkennisbragð fjölbragðaglímukappans Fritz Von Erich, sem var mikill sigurvegari í þeirri „íþrótt“ um miðja síðustu öld. Kvikmyndin fjallar að mestu leyti um syni hans fjóra sem fetuðu í fótspor hans og voru áberandi í glímheiminum á 9. og 10. áratugnum og alla þá harmleiki sem á þeim dundu. Fjölbragðaglíma er sér amerísk framleiðsla sem Íslendingar hafa flestir átt erfitt með að skilja. Ég man þó eftir því sem barn, að hafa horft löngunaraugum á fjölbragðaglímufyrirbærið og óskaði þess heitt að íslenskar sjónvarpsstöðvar tækju til sýningar. Hetjur þessarar „íþróttar“ áttu það nefnilega til að birtast í kvikmyndahúsum og myndbandaleigum í hinum og þessum bíómyndunum, því var forvitnin nokkur. Hulk Hogan var sá allra þekktasti og kvikmyndir hans á borð við Suburban Commando og Mr. Nanny nutu vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Það er viðeigandi að The Iron Claw hafi verið frumsýnd á heimili Hulk Hogans á Íslandi, Laugarásbíói. Eina leiðin til að sjá WWF-fjölbragðaglímuna var á Sky One, sem aðeins efnaðir gervihnattadiskaeigendur höfðu aðgang að. Þegar ég komst svo loks í tæri við þetta prógram á heimili vinar míns, sem átti efnaða foreldra, varð ég fyrir eilitlum vonbrigðum, þetta var allt saman sviðsett - og það illa. Þetta er einmitt ástæða þess að Íslendingar hafa haft þetta fyrirbæri að aðhlátursefni, enda ekki íþrótt, heldur leikhús, ofbeldisleikhús. Fjölskylduharmleikur, ekki ádeila Það er því ákveðin gjá sem leikstjórinn og höfundurinn Sean Durkin þarf að komast yfir gagnvart áhorfendum hér á landi, því flestum þykir okkur þetta gjörsamlega absúrd fyrirbæri, enda stríðir glíma - þar sem úrslitin eru fyrir fram ákveðin - gegn hinum fræga íslenska ungmennafélagsanda. Hér eru menn raunverulega að takast á. Kvikmynd Darren Aronofsky, The Wrestler, náði þó að fella varnarmúra Frónbúa gangvart hinni leiknu fjölbragðaglímu, þar sem sú kvikmynd er ádeila frá A-Ö. Hún fjallaði um skuggahliðar þessa menningarafkima og gerði það frábærlega. The Iron Claw er ekki ádeila á fjölbragðaglímuíþróttina, heldur fjölskyldudrama og hálfgert hörmungaklám. Áföllin sem á Von Erich fjölskyldunni dynja eru slík að ef hér væri um skáldskap að ræða hefði höfundurinn og leikstjórinn fengið handritið beint aftur í andlitið frá framleiðendunum með skilaboðum um að hér sé farið yfir öll velsæmismörk því áhorfendum muni þykja framvindan með öllu ótrúverðug. Því passar The Iron Claw í raun ekki inn í hefðbundinn dramastrúktúr, til þess er hin raunverulega saga þessarar fjölskyldu allt of sorgleg. Sorg á sorg ofan mun aldrei verða hið fullkomna kvikmyndaefni, enda áhorfendur ekki vanir narratívi af því tagi. Slík frásaga verður eintóna og fráhrindandi, því hún spilar ekki á alla þá hjartastrengi sem við búumst við. T.a.m. datt mér í hug fyrirsögnin „bömmer bræður“ á meðan áhorfinu stóð, sem ætti að gefa til kynna hverslags um ræðir, enda síðari hluti myndarinnar einn mesti melódrama niðurtúr sem ég hef séð lengi. Tragedían ein og sér ekki nóg Að sjálfsögðu snerti niðurtúrinn við mér á hinum ýmsu stöðum framvindunnar, ég væri með steinhjarta ef svo væri ekki. Það hvarflaði m.a.s. að mér þegar Kevin Von Erich (Zac Effron) grét úr sér augun undir lok myndar að ég ætti einnig að tárast, því aðstæðurnar sem hann endar í eru ótrúlega tragískar. Ég upplifði hins vegar fjarlægð frá þessu augnabliki, það náði mér ekki á sama máta og virkilega vel heppnaðar tragískar myndir á borð við t.d. Moonlight og Manchester by the Sea gerðu gjörsamlega. The Iron Claw er þó alveg jafn tragísk og þessar myndir, en það eitt og sér nægir ekki. Það er hvernig sagan er sögð sem skiptir öllu máli, ekki hver á hvíta tjaldinu á mest bágt, því ef þetta væri keppni í kvikmynduðum harmi, myndi The Iron Claw standast þeim sorglegustu snúninginn. Kevin í hringnum. Vandinn er hins vegar sá að aðdragandi hins fyrrnefnda dramatíska lágpunktar er ekki nægilega sterkur og fókuseraður til að endalok sögunnar hafi náð mér. Hver vegna? Það sem mér dettur helst í hug er umfang sögunnar. Þetta eru svo margar persónur, tímabilið svo langt, sumar senur svo stuttar og langt á milli atburða, að hún verður brotakennd. Því myndast ekki sú taug sem allra allra bestu dramamyndir ná að skapa. Wikipedia-myndir Þetta er einmitt einn helsti vandinn sem steðjar að bíógrafíu í kvikmynduðu formi, oft er af svo miklu að taka að höfundunum færist of mikið í fang. T.d. var Napoleon þessu marki brennd, hún fjallaði um svo margt, að á endanum fjallaði hún ekki um neitt. Besta leiðin til að skila slíkri kvikmynd á áhrifamestan máta er að fókusa þeim mun meira á ákveðna atburði og persónu, svo myndin beri ekki of mikinn keim kvikmyndaðrar Wikipedia-greinar. Í The Iron Claw eru bræðurnir t.d. svo margir að þegar persónur nefndu nafn einhvers þeirra, vissi ég sjaldnast hvern var verið að vísa í, ég hefði þurft að vera með Will Hunting minni til að muna þau öll. Það er þessi skortur á fókus sem verður The Iron Claw að falli. Persóna Kevins er sett fram í kynningarefni sem aðalpersóna myndarinnar, hún hefst og endar á honum. En þar sem bræðurnir eru þetta margir, til viðbótar við foreldrana tvo, er farið yfir alla þræði myndarinnar á hundavaði. Allar þurfa persónurnar sitt pláss, sem þó er naumt skammtað, og hefði myndin þurft að vera þrír tímar til að fastsetja allt persónugalleríið í huga áhorfenda. Þetta verður til þess að engum þessara hádramatísku þráða er skilað á áhrifaríkan máta. Einnig er framvindan alltof endurtekningarsöm, endalaust af senum sem eiga að sýna okkur það eitt hve nánir bræðurnir eru, sem allir áhorfendur eru löngu búnir að átta sig á. Svo liggur í hlutarins eðli að síðari helmingur myndarinnar er einnig endurtekningarsamur, enda saga fjölskyldunnar á þeim tímapunkti hver harmleikurinn á fætur öðrum. Niðurstaða: Hin harmræna saga Von Erich fjölskyldunnar er allt of endurtekningarsöm, á meðan síðari hlutinn er slíkt volæðisflóð að annað eins hefur sjaldan sést. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fjölbragðaglíma er sér amerísk framleiðsla sem Íslendingar hafa flestir átt erfitt með að skilja. Ég man þó eftir því sem barn, að hafa horft löngunaraugum á fjölbragðaglímufyrirbærið og óskaði þess heitt að íslenskar sjónvarpsstöðvar tækju til sýningar. Hetjur þessarar „íþróttar“ áttu það nefnilega til að birtast í kvikmyndahúsum og myndbandaleigum í hinum og þessum bíómyndunum, því var forvitnin nokkur. Hulk Hogan var sá allra þekktasti og kvikmyndir hans á borð við Suburban Commando og Mr. Nanny nutu vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Það er viðeigandi að The Iron Claw hafi verið frumsýnd á heimili Hulk Hogans á Íslandi, Laugarásbíói. Eina leiðin til að sjá WWF-fjölbragðaglímuna var á Sky One, sem aðeins efnaðir gervihnattadiskaeigendur höfðu aðgang að. Þegar ég komst svo loks í tæri við þetta prógram á heimili vinar míns, sem átti efnaða foreldra, varð ég fyrir eilitlum vonbrigðum, þetta var allt saman sviðsett - og það illa. Þetta er einmitt ástæða þess að Íslendingar hafa haft þetta fyrirbæri að aðhlátursefni, enda ekki íþrótt, heldur leikhús, ofbeldisleikhús. Fjölskylduharmleikur, ekki ádeila Það er því ákveðin gjá sem leikstjórinn og höfundurinn Sean Durkin þarf að komast yfir gagnvart áhorfendum hér á landi, því flestum þykir okkur þetta gjörsamlega absúrd fyrirbæri, enda stríðir glíma - þar sem úrslitin eru fyrir fram ákveðin - gegn hinum fræga íslenska ungmennafélagsanda. Hér eru menn raunverulega að takast á. Kvikmynd Darren Aronofsky, The Wrestler, náði þó að fella varnarmúra Frónbúa gangvart hinni leiknu fjölbragðaglímu, þar sem sú kvikmynd er ádeila frá A-Ö. Hún fjallaði um skuggahliðar þessa menningarafkima og gerði það frábærlega. The Iron Claw er ekki ádeila á fjölbragðaglímuíþróttina, heldur fjölskyldudrama og hálfgert hörmungaklám. Áföllin sem á Von Erich fjölskyldunni dynja eru slík að ef hér væri um skáldskap að ræða hefði höfundurinn og leikstjórinn fengið handritið beint aftur í andlitið frá framleiðendunum með skilaboðum um að hér sé farið yfir öll velsæmismörk því áhorfendum muni þykja framvindan með öllu ótrúverðug. Því passar The Iron Claw í raun ekki inn í hefðbundinn dramastrúktúr, til þess er hin raunverulega saga þessarar fjölskyldu allt of sorgleg. Sorg á sorg ofan mun aldrei verða hið fullkomna kvikmyndaefni, enda áhorfendur ekki vanir narratívi af því tagi. Slík frásaga verður eintóna og fráhrindandi, því hún spilar ekki á alla þá hjartastrengi sem við búumst við. T.a.m. datt mér í hug fyrirsögnin „bömmer bræður“ á meðan áhorfinu stóð, sem ætti að gefa til kynna hverslags um ræðir, enda síðari hluti myndarinnar einn mesti melódrama niðurtúr sem ég hef séð lengi. Tragedían ein og sér ekki nóg Að sjálfsögðu snerti niðurtúrinn við mér á hinum ýmsu stöðum framvindunnar, ég væri með steinhjarta ef svo væri ekki. Það hvarflaði m.a.s. að mér þegar Kevin Von Erich (Zac Effron) grét úr sér augun undir lok myndar að ég ætti einnig að tárast, því aðstæðurnar sem hann endar í eru ótrúlega tragískar. Ég upplifði hins vegar fjarlægð frá þessu augnabliki, það náði mér ekki á sama máta og virkilega vel heppnaðar tragískar myndir á borð við t.d. Moonlight og Manchester by the Sea gerðu gjörsamlega. The Iron Claw er þó alveg jafn tragísk og þessar myndir, en það eitt og sér nægir ekki. Það er hvernig sagan er sögð sem skiptir öllu máli, ekki hver á hvíta tjaldinu á mest bágt, því ef þetta væri keppni í kvikmynduðum harmi, myndi The Iron Claw standast þeim sorglegustu snúninginn. Kevin í hringnum. Vandinn er hins vegar sá að aðdragandi hins fyrrnefnda dramatíska lágpunktar er ekki nægilega sterkur og fókuseraður til að endalok sögunnar hafi náð mér. Hver vegna? Það sem mér dettur helst í hug er umfang sögunnar. Þetta eru svo margar persónur, tímabilið svo langt, sumar senur svo stuttar og langt á milli atburða, að hún verður brotakennd. Því myndast ekki sú taug sem allra allra bestu dramamyndir ná að skapa. Wikipedia-myndir Þetta er einmitt einn helsti vandinn sem steðjar að bíógrafíu í kvikmynduðu formi, oft er af svo miklu að taka að höfundunum færist of mikið í fang. T.d. var Napoleon þessu marki brennd, hún fjallaði um svo margt, að á endanum fjallaði hún ekki um neitt. Besta leiðin til að skila slíkri kvikmynd á áhrifamestan máta er að fókusa þeim mun meira á ákveðna atburði og persónu, svo myndin beri ekki of mikinn keim kvikmyndaðrar Wikipedia-greinar. Í The Iron Claw eru bræðurnir t.d. svo margir að þegar persónur nefndu nafn einhvers þeirra, vissi ég sjaldnast hvern var verið að vísa í, ég hefði þurft að vera með Will Hunting minni til að muna þau öll. Það er þessi skortur á fókus sem verður The Iron Claw að falli. Persóna Kevins er sett fram í kynningarefni sem aðalpersóna myndarinnar, hún hefst og endar á honum. En þar sem bræðurnir eru þetta margir, til viðbótar við foreldrana tvo, er farið yfir alla þræði myndarinnar á hundavaði. Allar þurfa persónurnar sitt pláss, sem þó er naumt skammtað, og hefði myndin þurft að vera þrír tímar til að fastsetja allt persónugalleríið í huga áhorfenda. Þetta verður til þess að engum þessara hádramatísku þráða er skilað á áhrifaríkan máta. Einnig er framvindan alltof endurtekningarsöm, endalaust af senum sem eiga að sýna okkur það eitt hve nánir bræðurnir eru, sem allir áhorfendur eru löngu búnir að átta sig á. Svo liggur í hlutarins eðli að síðari helmingur myndarinnar er einnig endurtekningarsamur, enda saga fjölskyldunnar á þeim tímapunkti hver harmleikurinn á fætur öðrum. Niðurstaða: Hin harmræna saga Von Erich fjölskyldunnar er allt of endurtekningarsöm, á meðan síðari hlutinn er slíkt volæðisflóð að annað eins hefur sjaldan sést.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira