Sola stendur þétt við bakið á skúrki Svartfellinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 12:30 Gamli landsliðsmarkvörður Króatíu, Vlado Sola, þjálfar lið Svartfjallalands. getty/Peter Kneffel Landsliðsþjálfari Svartfjallalands í handbolta, Vlado Sola, neitaði að kenna Luka Radovic um tapið fyrir Íslandi, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í gær. Svartfellingar eru úr leik eftir tvö naum töp í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira