Niðurskurðarhnífnum beitt á sundlaugarnar í Reykjavík Helga Þórðardóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifa 15. janúar 2024 11:30 Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Sundlaugar Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar