Erlent

Trump talinn lang­vin­sælastur í Iowa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frambjóðendurnir sem eru sigurstranglegastir. Efsta röð frá vinstri: Vivek Ramaswamy og Nikki Haley. Neðri röð frá vinstri: Ron DeSantis og Donald Trump
Frambjóðendurnir sem eru sigurstranglegastir. Efsta röð frá vinstri: Vivek Ramaswamy og Nikki Haley. Neðri röð frá vinstri: Ron DeSantis og Donald Trump AP

Fyrstu skref Repúblikanaflokksins í átt að forsetakosningunum í haust verða gengin í dag. Meðlimir flokksins í Iowa-ríki velja þá hvaða frambjóðanda þeir vilja sjá sem fulltrúa þeirra í haust. 

Um er að ræða fyrsta forvalið en þeir sem taldir eru sigurstranglegastir eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Norður-Karólínu, Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy.

Trump leiðir í öllum skoðanakönnunum en samkvæmt nýjustu spám fær hann rétt tæplega helming atkvæða. Næst á eftir kemur Haley með tuttugu prósent, DeSantis með sextán prósent og Ramaswamy svo með átta prósent. 

Nái Trump að sigra með svo miklum yfirburðum styrkir það stöðu hans gríðarlega en reynist spárnar réttar verður þetta stærsti sigur frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er ekki er sitjandi forseti. Metið á Bob Dole en hann sigraði með þrettán prósentustiga mun árið 1988.


Tengdar fréttir

Trump ekki kjörgengur í Maine

Innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem meðal annars hefur umsjón með framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur ákveðið að Donald Trump sé ekki kjörgengur vegna framgöngu hans þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington árið 2021.

Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×