„Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ unir sér vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2024 21:48 Árni Guðmundsson, segir forvarnir eins og ferskvöru. Vísir/Vilhelm Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur, segist ánægður með að hafa verið uppnefndur leiðinlegasti maður Íslandssögunnar í kjölfar þess að hafa kært eigin áfengiskaup til lögreglu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“ Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“
Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira