Byltingarverðir Írans lýstu í gær ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. Íranir sögðu loftárásinni beint að „njósnahöfuðstöðvum“ Ísraela í Írak. Þeir hafa einnig sagt árásunum beint að „starfsstöðvum hryðjuverkamanna og að skotmörkin séu tengd Íslamska ríkinu.
Fjórir óbreyttir borgarar létust í árásinni og sex voru særðir. Írakar fordæmdu árásina og sögðu hana árás á fullveldi sitt.
Árásin kemur á sama tíma og spenna hefur stigmagnast á svæðinu í kjölfar stríðsins í Palestínu sem hófst þann 7. október á milli Ísraela og Hamas. Átökin hafa þegar haft áhrif í Íran, Írak, Sýrlandi, Líbanon og Jemen.
Síðan þá hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael.
„Við munum halda áfram að meta stöðuna en fyrstu vísbendingar benda til þess að þetta hafi verið gálaus og ónákvæmt árás,“ er haft eftir Adrienne Watson á vef breska ríkisútvarpsins en hún er talskona öryggisráðs Hvíta hússins í Bandaríkjunum.
„Bandaríkin styðja fullveldi, lýðræðið og svæðisstjórn Írak,“ sagði hún og að engan starfsmann hafa særst eða starfsstöð Bandaríkjanna verið skemmda í árásinni.
Einnig skotið á skotmörk í Sýrlandi
Íranir hafa áður ráðist að kúrdískum svæðum írak og sagt svæðin undir stjórn íranskra aðskilnaðarsinna og fulltrúa frá Ísrael. Kúrdíski forsætisráðherra Írak, Masrour Barzani, fordæmdi árásina á Erbil og sagði hana árás gegn Kúrdum.
Byltingarverðir Írans sögðu að þeir hefðu einnig skotið að skotmörkum í Sýrlandi og segir á BBC að sprengingar hafi heyrst bæði Aleppo og sveitinni fyrir utan borgina. Árásin var sögð til að hefna fyrir árás sem gerð var á Kerman í Íran í síðustu viku. Árásin átti sér stað á sama stað og minningarathöfn vegna hershöfðingjans Qassim Suleimani fór fram. 84 létust í árásinni.
Suleimani lést í drónaárás Bandaríkjahers fyrir fjórum árum síðan. Írönsk stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í landinu í dag og hétu hefnda.