Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 10:41 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Dúi Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. Hún segir leikhúsið hvorki virða „óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi þau ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Verkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson. Verkið er unnið í samstarfi við Heiðari snyrti. Drífa Snædal segir í aðsendri grein á Vísi í dag að verkið hafi ýft upp sár brotaþola Heiðars þegar Borgarleikhúsið hóf að auglýsa það í ágúst í fyrra. Heiðar hlaut árið 1996 dóm fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Akureyri. „Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði,“ segir Drífa. Hún segir að það rétta í stöðunni hefði verið að hafa samband við brotaþola fyrirfram og fá fram þeirra afstöðu til frásagnarinnar og verksins. Hefðu þau ekki kært sig um að verkið yrði sýnt yrði að virða það. „Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi,“ segir hún og að til Stígamóta hafi leitað tveir brotaþolar hans og þau fengið ákall um að koma þeirra viðhorfum á framfæri. Þá hafi samtökin einnig afrit af bréfi þriðja brotaþolans sem hafi verið sent á Borgarleikhúsið. „Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn," segir Drífa og vísar í þessa málsgrein í viðtalinu: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ sagði Tyrfingur en viðtalið er hægt að lesa hér að neðan. Drífa gagnrýnir það einnig í aðsendri grein sinni að aðeins titli verksins hafi verið breytt en ekki innihaldi þess. Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin, hafi vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa með einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu. Auk þess hafi Stígamót fundað með leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir málið. Listin megi allt „Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar“ og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð,“ segir Drífa. Hún segir kynferðisofbeldi bæði ógeð og smánarblett á samfélaginu og að það virðist sem svo að fólk hafi meiri áhyggjur af því að þeir sem brjóti á öðrum megi ekki láta ljós sitt sína. Fólk hafi minni áhyggjur af áhrifum kynferðisbrota á þolendur. „Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti,“ segir Drífa að lokum. Leikhús Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Hagur brotaþola ekki á blaði Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. 31. október 2023 10:01 Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Hún segir leikhúsið hvorki virða „óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi þau ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Verkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson. Verkið er unnið í samstarfi við Heiðari snyrti. Drífa Snædal segir í aðsendri grein á Vísi í dag að verkið hafi ýft upp sár brotaþola Heiðars þegar Borgarleikhúsið hóf að auglýsa það í ágúst í fyrra. Heiðar hlaut árið 1996 dóm fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Akureyri. „Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði,“ segir Drífa. Hún segir að það rétta í stöðunni hefði verið að hafa samband við brotaþola fyrirfram og fá fram þeirra afstöðu til frásagnarinnar og verksins. Hefðu þau ekki kært sig um að verkið yrði sýnt yrði að virða það. „Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi,“ segir hún og að til Stígamóta hafi leitað tveir brotaþolar hans og þau fengið ákall um að koma þeirra viðhorfum á framfæri. Þá hafi samtökin einnig afrit af bréfi þriðja brotaþolans sem hafi verið sent á Borgarleikhúsið. „Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn," segir Drífa og vísar í þessa málsgrein í viðtalinu: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ sagði Tyrfingur en viðtalið er hægt að lesa hér að neðan. Drífa gagnrýnir það einnig í aðsendri grein sinni að aðeins titli verksins hafi verið breytt en ekki innihaldi þess. Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin, hafi vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa með einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu. Auk þess hafi Stígamót fundað með leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir málið. Listin megi allt „Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar“ og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð,“ segir Drífa. Hún segir kynferðisofbeldi bæði ógeð og smánarblett á samfélaginu og að það virðist sem svo að fólk hafi meiri áhyggjur af því að þeir sem brjóti á öðrum megi ekki láta ljós sitt sína. Fólk hafi minni áhyggjur af áhrifum kynferðisbrota á þolendur. „Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti,“ segir Drífa að lokum.
Leikhús Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Hagur brotaþola ekki á blaði Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. 31. október 2023 10:01 Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Hagur brotaþola ekki á blaði Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. 31. október 2023 10:01
Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent