Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 10:41 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Dúi Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. Hún segir leikhúsið hvorki virða „óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi þau ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Verkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson. Verkið er unnið í samstarfi við Heiðari snyrti. Drífa Snædal segir í aðsendri grein á Vísi í dag að verkið hafi ýft upp sár brotaþola Heiðars þegar Borgarleikhúsið hóf að auglýsa það í ágúst í fyrra. Heiðar hlaut árið 1996 dóm fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Akureyri. „Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði,“ segir Drífa. Hún segir að það rétta í stöðunni hefði verið að hafa samband við brotaþola fyrirfram og fá fram þeirra afstöðu til frásagnarinnar og verksins. Hefðu þau ekki kært sig um að verkið yrði sýnt yrði að virða það. „Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi,“ segir hún og að til Stígamóta hafi leitað tveir brotaþolar hans og þau fengið ákall um að koma þeirra viðhorfum á framfæri. Þá hafi samtökin einnig afrit af bréfi þriðja brotaþolans sem hafi verið sent á Borgarleikhúsið. „Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn," segir Drífa og vísar í þessa málsgrein í viðtalinu: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ sagði Tyrfingur en viðtalið er hægt að lesa hér að neðan. Drífa gagnrýnir það einnig í aðsendri grein sinni að aðeins titli verksins hafi verið breytt en ekki innihaldi þess. Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin, hafi vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa með einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu. Auk þess hafi Stígamót fundað með leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir málið. Listin megi allt „Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar“ og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð,“ segir Drífa. Hún segir kynferðisofbeldi bæði ógeð og smánarblett á samfélaginu og að það virðist sem svo að fólk hafi meiri áhyggjur af því að þeir sem brjóti á öðrum megi ekki láta ljós sitt sína. Fólk hafi minni áhyggjur af áhrifum kynferðisbrota á þolendur. „Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti,“ segir Drífa að lokum. Leikhús Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Hagur brotaþola ekki á blaði Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. 31. október 2023 10:01 Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Hún segir leikhúsið hvorki virða „óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi þau ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Verkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson. Verkið er unnið í samstarfi við Heiðari snyrti. Drífa Snædal segir í aðsendri grein á Vísi í dag að verkið hafi ýft upp sár brotaþola Heiðars þegar Borgarleikhúsið hóf að auglýsa það í ágúst í fyrra. Heiðar hlaut árið 1996 dóm fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Akureyri. „Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði,“ segir Drífa. Hún segir að það rétta í stöðunni hefði verið að hafa samband við brotaþola fyrirfram og fá fram þeirra afstöðu til frásagnarinnar og verksins. Hefðu þau ekki kært sig um að verkið yrði sýnt yrði að virða það. „Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi,“ segir hún og að til Stígamóta hafi leitað tveir brotaþolar hans og þau fengið ákall um að koma þeirra viðhorfum á framfæri. Þá hafi samtökin einnig afrit af bréfi þriðja brotaþolans sem hafi verið sent á Borgarleikhúsið. „Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn," segir Drífa og vísar í þessa málsgrein í viðtalinu: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ sagði Tyrfingur en viðtalið er hægt að lesa hér að neðan. Drífa gagnrýnir það einnig í aðsendri grein sinni að aðeins titli verksins hafi verið breytt en ekki innihaldi þess. Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin, hafi vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa með einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu. Auk þess hafi Stígamót fundað með leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir málið. Listin megi allt „Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar“ og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð,“ segir Drífa. Hún segir kynferðisofbeldi bæði ógeð og smánarblett á samfélaginu og að það virðist sem svo að fólk hafi meiri áhyggjur af því að þeir sem brjóti á öðrum megi ekki láta ljós sitt sína. Fólk hafi minni áhyggjur af áhrifum kynferðisbrota á þolendur. „Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti,“ segir Drífa að lokum.
Leikhús Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Hagur brotaþola ekki á blaði Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. 31. október 2023 10:01 Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Hagur brotaþola ekki á blaði Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. 31. október 2023 10:01
Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30