Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. janúar 2024 11:31 Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró, er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Gummi Kíró fer eigin leiðir í tískunni og er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það skemmtilegasta við tísku er tjáningin, sköpun, karakterinn og gleðin sem kemur af því að klæða sig vel og finna þá tilfinningu og það sjálfsöryggi sem því fylgir. Gummi Kíró hefur gaman að tjáningunni sem fylgir tískunni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er Issey Miyake buxurnar mínar af því að þær eru sjúklega þægilegar, passa við nánast allt og eru einstök hönnun sem stendur út og vekur athygli. Issey miyake buxurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Gumma.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég er alltaf búinn að skipuleggja í hverju ég er daginn áður og stundum þrjá til fjóra daga fram í tímann, skapa mood fyrir vikuna og auðvelda mér valið á morgnana. Gummi skipuleggur fataval sitt með að minnsta kosti eins dags fyrirvara.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Minn stíll er áberandi, nútímalegur, þægilegur og breytilegur. Áberandi, nútímalegur, þægilegur og breytilegur.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já mjög mikið, ég er alltaf að færast nær og nær klassískum og minimalískum stíl þó mér finnist það mjög mikilvægt fyrir mig að gera öll outfit að mínu, eins og til dæmis með skarti eða aukahlutum. Það sem hefur breyst mikið með tímanum er að ég klæði mig til þess að líða vel en ekki til að sýna mig. Stíll Gumma hefur þróast á undanförnum árum, þá sérstaklega er hann farinn að klæða sig til þess að líða vel.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp og elska að fara á viðburði eða veislur þar sem ég get tjáð mig með klæðnaði og gert eitthvað skemmtilegt og öðruvísi til að vekja athygli og skemmta mér. Gummi elskar að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur í tískusýningar frá helstu merkjum og einstaklingum sem hafa gaman af og þora að tjá sig og skapa sinn eigin stíl. Elska svoleiðis einstaklinga, sem hafa sjálfsöryggið í að vera það sjálft og hafa gaman að tísku. Gummi elskar þegar einstaklingar hafa sjálfsöryggi til þess að að vera það sjálft.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst aðalatriðið að líða vel í því sem þú ert og ekki klæða þig fyrir aðra eða í það sem er í tísku að hverju sinni. Annað mikilvægt atriði er að vera ekki í of miklum merkjavörum í einu heldur nota merkjavörur sem krydd. Gummi segir aðalatriðið að klæða sig ekki fyrir aðra heldur fyrir sig. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég hugsa að það sé Burberry dressið sem ég birti með mér og Línu í París, það vakti mikla athygli á sínum tíma. Eða LOEWE gallinn sem fékk fólk til að spyrja mig hvort það væri tölur, dekk eða niðurföll. En það sem ég elska við hönnun og list er að það vekur athygli og tilfinningar. Fólk hefur velt því fyrir sér hvaða munstur er á LOEWE galla Gumma. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt besta ráð við tísku er að eiga grunn (e. basic) hluti eins og gallabuxur, boli, peysur og skyrtur í miklum gæðum og með gott notagildi. Passa að kaupa liti eins og svart, blátt, grátt og brúnt til þess að geta blandað saman flíkum og þá poppað upp með aukahlutum eða meira áberandi litum eða formi. Gumma finnst gott að eiga góðar grunnflíkur til að blanda við meira áberandi flíkur.Aðsend Hér má fylgjast með Gumma Kíró á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Gummi Kíró fer eigin leiðir í tískunni og er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það skemmtilegasta við tísku er tjáningin, sköpun, karakterinn og gleðin sem kemur af því að klæða sig vel og finna þá tilfinningu og það sjálfsöryggi sem því fylgir. Gummi Kíró hefur gaman að tjáningunni sem fylgir tískunni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er Issey Miyake buxurnar mínar af því að þær eru sjúklega þægilegar, passa við nánast allt og eru einstök hönnun sem stendur út og vekur athygli. Issey miyake buxurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Gumma.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég er alltaf búinn að skipuleggja í hverju ég er daginn áður og stundum þrjá til fjóra daga fram í tímann, skapa mood fyrir vikuna og auðvelda mér valið á morgnana. Gummi skipuleggur fataval sitt með að minnsta kosti eins dags fyrirvara.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Minn stíll er áberandi, nútímalegur, þægilegur og breytilegur. Áberandi, nútímalegur, þægilegur og breytilegur.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já mjög mikið, ég er alltaf að færast nær og nær klassískum og minimalískum stíl þó mér finnist það mjög mikilvægt fyrir mig að gera öll outfit að mínu, eins og til dæmis með skarti eða aukahlutum. Það sem hefur breyst mikið með tímanum er að ég klæði mig til þess að líða vel en ekki til að sýna mig. Stíll Gumma hefur þróast á undanförnum árum, þá sérstaklega er hann farinn að klæða sig til þess að líða vel.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp og elska að fara á viðburði eða veislur þar sem ég get tjáð mig með klæðnaði og gert eitthvað skemmtilegt og öðruvísi til að vekja athygli og skemmta mér. Gummi elskar að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur í tískusýningar frá helstu merkjum og einstaklingum sem hafa gaman af og þora að tjá sig og skapa sinn eigin stíl. Elska svoleiðis einstaklinga, sem hafa sjálfsöryggið í að vera það sjálft og hafa gaman að tísku. Gummi elskar þegar einstaklingar hafa sjálfsöryggi til þess að að vera það sjálft.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst aðalatriðið að líða vel í því sem þú ert og ekki klæða þig fyrir aðra eða í það sem er í tísku að hverju sinni. Annað mikilvægt atriði er að vera ekki í of miklum merkjavörum í einu heldur nota merkjavörur sem krydd. Gummi segir aðalatriðið að klæða sig ekki fyrir aðra heldur fyrir sig. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég hugsa að það sé Burberry dressið sem ég birti með mér og Línu í París, það vakti mikla athygli á sínum tíma. Eða LOEWE gallinn sem fékk fólk til að spyrja mig hvort það væri tölur, dekk eða niðurföll. En það sem ég elska við hönnun og list er að það vekur athygli og tilfinningar. Fólk hefur velt því fyrir sér hvaða munstur er á LOEWE galla Gumma. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt besta ráð við tísku er að eiga grunn (e. basic) hluti eins og gallabuxur, boli, peysur og skyrtur í miklum gæðum og með gott notagildi. Passa að kaupa liti eins og svart, blátt, grátt og brúnt til þess að geta blandað saman flíkum og þá poppað upp með aukahlutum eða meira áberandi litum eða formi. Gumma finnst gott að eiga góðar grunnflíkur til að blanda við meira áberandi flíkur.Aðsend Hér má fylgjast með Gumma Kíró á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira