Lítill gangur í viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 13:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar fagfélaganna. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara. Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42