Borgarstjóraskiptin í dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 16. janúar 2024 14:01 Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? Sú skipti sem hér um ræðir er innbyrðis ákvörðun meirihlutans, mál sem flokkur í minnihluta hefur ekkert um að segja eða gera. Jafnvel þótt allur minnihlutinn greiði atkvæði gegn Einari þá verður hann samt borgarstjóri. Meirihlutinn er jú meirihluti. Honum óskað velfarnaðar Auðvitað óskar fulltrúi Flokks fólksins Einari velfarnaðar í þessu embætti sem er stórt og ábyrgðarmikið. Flokkur fólksins óskar þess einnig að honum beri gæfa til að taka skynsamar ákvarðanir, ákvarðanir sem gagnast fólkinu og verði til að betrumbæta velferðina, skólamálin og almenna þjónustu við fólkið. Flokkur fólksins vill vera bjartsýnn en ef horft er á þann tíma sem liðinn er frá kosningum er ekki gott að segja hvernig þróun mála verður. Fram til þessa hefur Einar tekið stefnu Dags og hugmyndir um hvernig á að stjórna borginni og gert þær að sínum eftir því sem best er séð. En svo veit maður auðvitað aldrei. Bretta þarf upp ermar En það þarf að bretta upp ermar svo mikið er víst. Ekki gengur að halda áfram að skerða þjónustu. Fátækt og ójöfnuður hefur aukist á vakt þessa og síðasta meirihluta. Það sýna nýlegar niðurstöður Þjóðarpúls Gallup en 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Þetta er slæm þróun. Kjörorð Flokks fólksins er fæði, klæði og húsnæði og þessi þrjú orð er rauður þráður í gegnum allt starf Flokks fólksins. Með þetta að leiðarljósi höldum við áfram okkar baráttu í borgarstjórn það sem eftir er af þessu kjörtímabilinu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? Sú skipti sem hér um ræðir er innbyrðis ákvörðun meirihlutans, mál sem flokkur í minnihluta hefur ekkert um að segja eða gera. Jafnvel þótt allur minnihlutinn greiði atkvæði gegn Einari þá verður hann samt borgarstjóri. Meirihlutinn er jú meirihluti. Honum óskað velfarnaðar Auðvitað óskar fulltrúi Flokks fólksins Einari velfarnaðar í þessu embætti sem er stórt og ábyrgðarmikið. Flokkur fólksins óskar þess einnig að honum beri gæfa til að taka skynsamar ákvarðanir, ákvarðanir sem gagnast fólkinu og verði til að betrumbæta velferðina, skólamálin og almenna þjónustu við fólkið. Flokkur fólksins vill vera bjartsýnn en ef horft er á þann tíma sem liðinn er frá kosningum er ekki gott að segja hvernig þróun mála verður. Fram til þessa hefur Einar tekið stefnu Dags og hugmyndir um hvernig á að stjórna borginni og gert þær að sínum eftir því sem best er séð. En svo veit maður auðvitað aldrei. Bretta þarf upp ermar En það þarf að bretta upp ermar svo mikið er víst. Ekki gengur að halda áfram að skerða þjónustu. Fátækt og ójöfnuður hefur aukist á vakt þessa og síðasta meirihluta. Það sýna nýlegar niðurstöður Þjóðarpúls Gallup en 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Þetta er slæm þróun. Kjörorð Flokks fólksins er fæði, klæði og húsnæði og þessi þrjú orð er rauður þráður í gegnum allt starf Flokks fólksins. Með þetta að leiðarljósi höldum við áfram okkar baráttu í borgarstjórn það sem eftir er af þessu kjörtímabilinu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun