Handbolti

Spennan magnast með hverri mínútu meðal Ís­lendinganna í München

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það dugar ekkert minna en sex stórir fyrir þennan þyrsta stuðningsmann íslenska liðsins.
Það dugar ekkert minna en sex stórir fyrir þennan þyrsta stuðningsmann íslenska liðsins. Vísis/Vilhelm

Ísland spilar afar mikilvægan leik á Evrópumótinu í handbolta á móti Ungverjalandi í kvöld og getur með sigri tryggt sér óskastöðu í milliriðlinum.

Íslensku stuðningsmennirnir hittust sem fyrr á Hofbrähaus í miðbæ München. Þar hefur íslenski stuðningsmannahópurinn sungið og trallað saman á leikdögum.

Það er óhætt að segja að spennan magnast með hverri mínútu meðal Íslendinganna en stuðningur þeirra hefur verið til mikillar fyrirmyndar á mótinu til þessa.

Vonandi tekst þeim að hjálpa strákunum okkar að vinna langþráðan sigur á ungversku grýlunni í kvöld.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×