Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2024 16:05 Mörg brotanna áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur. Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira