Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2024 16:05 Mörg brotanna áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur. Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira