Næsti bikarleikur Manchester United verður í Wales Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 14:01 Leikmenn Newport County fagna einu marka sinna í gær. Getty/Mike Hewitt Velska liðið Newport County tryggði sér heimaleik á móti stórliði Manchester United í enska bikarnum með 3-1 sigri á Eastleigh í aukaleik í gærkvöldi. Það var vitað fyrir leikinn að United myndi mæta sigurvegaranum í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. The journey continues @NewportCounty booked their spot in the #EmiratesFACup fourth round with a 3-1 victory over a resilient @EastleighFC side pic.twitter.com/Gm3YE2iHmp— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 17, 2024 Aaron Wildig, varnarmaðurinn James Clarke og markaskorarinn Will Evans skoruðu mörk liðsins í leiknum. Newport County spilar i ensku d-deildinni og er eins og er bara í sautjánda sæti hennar með 34 stig og aðeins 9 sigra í 27 leikjum. Sjónvarpstekjur af komandi leik við United munu reynast Newport County vel en það er talið að félagið græði um fjögur hundruð þúsund pund á leiknum eða tæpar sjötíu milljónir króna. „Þetta leikur í fjórðu umferð bikarsins á móti Manchester United sem er að mínu mati stærsta félagið í þessu landi sem og í öllum heiminum,“ sagði Graham Coughlan, knattspyrnustjóri Newport County. Newport County manager Graham Coughlan says facing Manchester United in the FA Cup fourth round will be the biggest game in the club's history!#BBCFootball pic.twitter.com/bVN29ioHg9— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2024 Leikur liðanna fer fram á Rodney Parade sunnudaginn 28. janúar. Leikvangurinn tekur aðeins tæplega átta þúsund manns og það verður því örugglega hart barist um miðana. Newport er 160 þúsund manna borg í suður Wales, norðaustur af Cadiff. Velska liðið hefur náð óvæntum úrslitum í enska bikarnum í gegnum tíðina á vellinum og sló meðal annars út Leicester City og Middlesbrough auk þess að gera jafntefli við Tottenham Hotspur. Síðasti stórleikur liðsins í bikarnum var á móti Manchester City í fimmtu umferð bikarsins 2019 þegar liðið var bara 2-1 undir á 88. mínútu en tapaði sína 4-1 eftir tvö mörk City manna í lokin. We prepared two front pages for today's @southwalesargus as we were pushing our deadline to cover @NewportCounty's #FACup clash last night. I'm very pleased we could run with plan A this morning. Bring on @ManUtd! #BuyAPaper pic.twitter.com/HOF6IGxYwT— Gavin Thompson (@gavin_thompson1) January 17, 2024 View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Það var vitað fyrir leikinn að United myndi mæta sigurvegaranum í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. The journey continues @NewportCounty booked their spot in the #EmiratesFACup fourth round with a 3-1 victory over a resilient @EastleighFC side pic.twitter.com/Gm3YE2iHmp— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 17, 2024 Aaron Wildig, varnarmaðurinn James Clarke og markaskorarinn Will Evans skoruðu mörk liðsins í leiknum. Newport County spilar i ensku d-deildinni og er eins og er bara í sautjánda sæti hennar með 34 stig og aðeins 9 sigra í 27 leikjum. Sjónvarpstekjur af komandi leik við United munu reynast Newport County vel en það er talið að félagið græði um fjögur hundruð þúsund pund á leiknum eða tæpar sjötíu milljónir króna. „Þetta leikur í fjórðu umferð bikarsins á móti Manchester United sem er að mínu mati stærsta félagið í þessu landi sem og í öllum heiminum,“ sagði Graham Coughlan, knattspyrnustjóri Newport County. Newport County manager Graham Coughlan says facing Manchester United in the FA Cup fourth round will be the biggest game in the club's history!#BBCFootball pic.twitter.com/bVN29ioHg9— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2024 Leikur liðanna fer fram á Rodney Parade sunnudaginn 28. janúar. Leikvangurinn tekur aðeins tæplega átta þúsund manns og það verður því örugglega hart barist um miðana. Newport er 160 þúsund manna borg í suður Wales, norðaustur af Cadiff. Velska liðið hefur náð óvæntum úrslitum í enska bikarnum í gegnum tíðina á vellinum og sló meðal annars út Leicester City og Middlesbrough auk þess að gera jafntefli við Tottenham Hotspur. Síðasti stórleikur liðsins í bikarnum var á móti Manchester City í fimmtu umferð bikarsins 2019 þegar liðið var bara 2-1 undir á 88. mínútu en tapaði sína 4-1 eftir tvö mörk City manna í lokin. We prepared two front pages for today's @southwalesargus as we were pushing our deadline to cover @NewportCounty's #FACup clash last night. I'm very pleased we could run with plan A this morning. Bring on @ManUtd! #BuyAPaper pic.twitter.com/HOF6IGxYwT— Gavin Thompson (@gavin_thompson1) January 17, 2024 View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira