Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 13:46 Kaupsamningum fjölgaði á seinni hluta síðasta árs en útvíkkun á skilyrðum hlutdeildarlán hafði vafalaust áhrif á þá fjölgun. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira