Innlent

Rauði krossinn á Ís­landi notar ekki lengur Rapyd

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristín S. Hjálmtýsdóttir segir Rauða krossinn á Íslandi hafa tekið ákvörðunina í ljósi umræðunnar en einnig til þess að einfalda greiðslukerfi sitt.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir segir Rauða krossinn á Íslandi hafa tekið ákvörðunina í ljósi umræðunnar en einnig til þess að einfalda greiðslukerfi sitt. Vísir/Baldur

Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember.

„Síðan hefur þetta tekið svolítið langan tíma. Bæði vegna þess að það eru svo margir aðrir að skipta og síðan erum við með nokkur kerfi, vefverslun, nítján fataverslanir og styrktarkerfi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastýra Rauða krossins á Íslandi í samtali við Vísi.

Hún segir umræðuna um stuðning fyrirtækisins við árásir Ísraela á Gasa og ummæli forstjórans og stofnanda fyrirtækisins, Arik Shtilman, hafa ýtt Rauða krossinum af stað. Á sama tíma hafi staðið til að einfalda greiðslukerfi Rauða krossins.

Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum.  Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd.

„Umræðan ýtti okkur af stað og við ákváðum að taka allt í gegn. Það hefur tekið lengri tíma en við hefðum viljað. Það eru fleiri greinilega í sömu sporum,“ segir Kristín.


Tengdar fréttir

Straumur frá Rapyd til Adyen

Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. 

Greiðslukortagátt Rapyd liggur niðri vegna netárásar

Greiðslukortagátt Rapyd liggur nú niðri. Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum í posum víða og í netverslun. Samkvæmt forstjóra Rapyd á Íslandi er ástæðan rakin til netárásar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×