Enski boltinn

Chris Wood varð hetjan í framlengdum leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Chris Wood, hetja Forest, fagnar ásamt liðsfélögum sínum.
Chris Wood, hetja Forest, fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Catherine Ivill/Getty Images

Þrír leikir í þriðju umferð enska bikarsins voru endurteknir í kvöld. 

Blackpool - Nottingham Forest 2-3

Mest varð spennan í framlengdum leik Blackpool og Nottingham Forest. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir en heimamenn svöruðu vel og tryggðu framlengingu. Allt leit út fyrir að sigurmarkið yrði skorað en svo varð ekki. Fjórir leikmenn fengu að líta gult spjald í uppbótartíma fyrir kjaftbrúk og rifrildi. 

Chris Wood varð svo hetja Nottingham Forest þegar hann skoraði sigurmark leiksins á 110. mínútu. 

Everton - Crystal Palace 1-0

Everton sló Crystal Palace úr leik með 1-0 sigri á Goodison Park. André Gomes skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Heimamenn ætluðu sér ekki að tapa leiknum og fengu tvö gul spjöld í seinni hálfleik fyrir leiktöf. Jack Harrison varð fyrstur til strax á 49. mínútu og Joao Virginia fékk svo að líta gult á 87. mínútu. 

Bristol Rovers - Norwich 1-3

Norwich lenti snemma undir á útivelli gegn Bristol Rovers eftir mark Luke McCormick. Þeir sneru gengi sínu við snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Gabriel Sara og Adam Ihah. Kenny McLean innsiglaði svo 3-1 sigur á 87. mínútu eftir góðan undirbúning Christian Fassnacht. 

Norwich á svo erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð þegar liðið heimsækir Liverpool. 

Allir leikir í fjórðu umferð verða spilaðir helgina 27.–28. janúar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×