Handbolti

Sam­fé­lags­miðlar: Wolff, Knorr, færa­nýting og dómarar alls­ráðandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andreas Wolff átti leiðinlega góðan leik í þýska markinu.
Andreas Wolff átti leiðinlega góðan leik í þýska markinu. Vísir/Vilhelm

Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar, lokatölur 26-24 Þýskalandi í vil.

Um var að ræða fyrsta leik liðanna í milliriðli en bæði lið voru stigalaus og því mátti búast við hörkuleik. Þýskaland, með Alfreð Gíslason við stjórnvölin, er á heimavelli og stemningin í Köln gríðarleg. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum X, áður þekktur sem Twitter, á meðan leik stóð.

Það var margt sem fór í gegnum höfuð fólks fyrir leik.

Þjóðsöngur Íslands var spilaður á um það bil sjöföldum hraða.

Áfram átti Ísland erfitt með að skora úr vítum og hornafærum. Þá átti markvörður Þýskalands stórleik.

Þau sem fylgjast grannt með körfubolta velta fyrir sér af hverju það er ekki skotklukka.

Fólk var ekki ánægt með dómarapar leiksins.

Gnarr, Knorr eða Knörr?

Frábær vörn í fyrri hálfleik, spilum best í rauðu og Guðjón Valur mætti.

Janus Daði Smárason var frábær í síðari hálfleik, Ýmir Örn Gíslason stóð vörnina vel og Björgvin Páll Gústavsson varði tvö víti.

Ísland var grátlega nálægt því að jafna metin undir lok leiks en allt kom fyrir ekki og súrt tap niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×