Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 08:03 Ljósmyndin er tekin af bandaríska skipinu Genco Picardy sem Hútar réðust á síðastliðinn miðvikudag. Indverski sjóherinn náði þessari ljósmynd af skemmdunum um borð skipsins. AP/Indverski sjóherinn Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Í þessum síðustu aðgerðum beindu Bandaríkjamenn spjótum sínum að eldflaugaskotpöllum Húta, sem þeir segja hafa átt að nota gegn skipum á Rauðahafinu. U.S. CENTCOM Destroys Houthi Terrorists' Anti-Ship MissilesAs part of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on maritime vessels in the Red Sea, on Jan. 18 U.S. Central Command forces conducted strikes on two Houthi anti-ship pic.twitter.com/bvrSaDN6Wl— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu að aðgerðum yrði fram haldið þrátt fyrir að þær hafi ekki borið tilsettan árangur. Hútar hafa haldið sínum árásum á frakt- og herskip á Rauðahafinu áfram þrátt fyrir mótsvar Bandaríkjanna og Bretlands. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Yahya Saree, herforingi í liði Húta, að hersveitir hans hafi gert aðra eldflaugaárás á flutningaskipið Chem Ranger, sem siglir undir flaggi Marshall eyja en er í eigu Bandaríkjamanna. Saree sagði að árásin hafi verið gerð í Adenflóa, rétt suður af Jemen. Svo virðist þó sem skipið hafi ekki skemmst í árásunum, sem Bandaríkjaher staðfesti í tilkynningu á Twitter. Third Houthi Terrorists Attack on Commercial Shipping Vessel in Three DaysOn Jan. 18 at approximately 9 p.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists launched two anti-ship ballistic missiles at M/V Chem Ranger, a Marshall Island-flagged, U.S.-Owned, Greek-operated tanker pic.twitter.com/moBkH0Al5B— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 19, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Íran, hafa árum saman háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld Jemen. Þeir hafa einnig beint spjótum sínum að Sádi-Arabíu en yfirvöld þar í landi hafa stutt jemensk stjórnvöld. Hútar stjórna stórum hluta landsins, einkum í norðri og vestri. Þar á meðal er höfuðborgin Sana'a og allt það strandsvæði sem liggur við Bab al-Mandab-sund. Til þess að komast frá Adenflóa, inn um RAuðahaf og þaðan gegnum Súesskurðinn þurfa skip að sigla meðfram yfirráðasvæði Húta. Þeir hafa undanfarnar vikur nýtt sér þetta og gert fjölda árása á flutninga- og herskip. Að þeirra sögn beina þeir árásum sínum aðeins að skipum Ísraela eða að skipum sem eru á leið til hernumdu Palestínu, enda eru þeir enarðir stuðningsmenn Palestínumanna og frelsunar þeirra. Það hefur hins vegar ekki staðist og þeir beint spjótum að skipum sem ekkert hafa með átökin fyrir botni Miðjarðarhafs að gera. Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Í þessum síðustu aðgerðum beindu Bandaríkjamenn spjótum sínum að eldflaugaskotpöllum Húta, sem þeir segja hafa átt að nota gegn skipum á Rauðahafinu. U.S. CENTCOM Destroys Houthi Terrorists' Anti-Ship MissilesAs part of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on maritime vessels in the Red Sea, on Jan. 18 U.S. Central Command forces conducted strikes on two Houthi anti-ship pic.twitter.com/bvrSaDN6Wl— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu að aðgerðum yrði fram haldið þrátt fyrir að þær hafi ekki borið tilsettan árangur. Hútar hafa haldið sínum árásum á frakt- og herskip á Rauðahafinu áfram þrátt fyrir mótsvar Bandaríkjanna og Bretlands. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Yahya Saree, herforingi í liði Húta, að hersveitir hans hafi gert aðra eldflaugaárás á flutningaskipið Chem Ranger, sem siglir undir flaggi Marshall eyja en er í eigu Bandaríkjamanna. Saree sagði að árásin hafi verið gerð í Adenflóa, rétt suður af Jemen. Svo virðist þó sem skipið hafi ekki skemmst í árásunum, sem Bandaríkjaher staðfesti í tilkynningu á Twitter. Third Houthi Terrorists Attack on Commercial Shipping Vessel in Three DaysOn Jan. 18 at approximately 9 p.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists launched two anti-ship ballistic missiles at M/V Chem Ranger, a Marshall Island-flagged, U.S.-Owned, Greek-operated tanker pic.twitter.com/moBkH0Al5B— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 19, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Íran, hafa árum saman háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld Jemen. Þeir hafa einnig beint spjótum sínum að Sádi-Arabíu en yfirvöld þar í landi hafa stutt jemensk stjórnvöld. Hútar stjórna stórum hluta landsins, einkum í norðri og vestri. Þar á meðal er höfuðborgin Sana'a og allt það strandsvæði sem liggur við Bab al-Mandab-sund. Til þess að komast frá Adenflóa, inn um RAuðahaf og þaðan gegnum Súesskurðinn þurfa skip að sigla meðfram yfirráðasvæði Húta. Þeir hafa undanfarnar vikur nýtt sér þetta og gert fjölda árása á flutninga- og herskip. Að þeirra sögn beina þeir árásum sínum aðeins að skipum Ísraela eða að skipum sem eru á leið til hernumdu Palestínu, enda eru þeir enarðir stuðningsmenn Palestínumanna og frelsunar þeirra. Það hefur hins vegar ekki staðist og þeir beint spjótum að skipum sem ekkert hafa með átökin fyrir botni Miðjarðarhafs að gera.
Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10