Kæru þunglyndis- og kvíðasjúklingar, það er kominn tími til að LIFA! Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:00 Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar