Innlent

Raf­magn aftur komið á Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Rafmagn fór af bænum á áttunda tímanum í morgun.
Rafmagn fór af bænum á áttunda tímanum í morgun. Vísir/Arnar

Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina.

Frá þessu segir í tilkynningu frá HS Veitum. Fram kemur að undirbúningur hafi hafist strax við að koma á rafmagni með varaaflsvél frá Landsneti og á sama tíma hafi vinna hafist við bilanagreiningu á stofnstrengjunum frá Svartsengi til Grindavíkur. 

„Um er að ræða tvo strengi sem liggja samsíða og við mælingar kom í ljós að hinn strengurinn reyndist í lagi og tókst með honum að koma rafmagni á bæinn kl. 11:45. 

Óljóst er hversu lengi strengurinn muni virka undir heitu hrauninu og verður því áfram unnið að því að leggja loftlínu yfir hraunið sem varaleið. Ef strengurinn bilar áður en loftlínan verður tilbúin munu varaaflsvélar frá Landsneti sjá bænum fyrir rafmagni,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×