Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 84-79 | Stjörnumenn náðu fram hefndum eftir tapið í fyrra Siggeir Ævarsson skrifar 21. janúar 2024 19:16 vísir/bára Stjarnan er komin í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Stjörnumenn lögðu Val í 8-liða úrslitum en liðin mættust í úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Valur hafði betur. Því má segja að Stjarnan hafi náð fram hefndum í dag. Það var hart tekist á í Umhyggjuhöllinni í dag. Valsmenn ríkjandi bikarmeistarar og Stjarnan með fimm af síðustu ellefu bikarmeistaratitlum í sínum höfnum. Bæði lið greinilega staðráðin í að tryggja sér farseðil í 4-liða úrslit og það var lítið ef eitthvað gefið eftir í byrjun leiks. Leikurinn var bæði hraður og harður og á dómaratríóið hrós skilið fyrir að láta leikinn fljóta vel án þess að missa hann út í einhverja vitleysu, sem hefði auðveldlega getað gerst. Hvorugu liðinu tókst að búa til afgerandi forskot í fyrri hálfleik og munaði aðeins einu stigi í hálfleik eftir flautuþrist frá Joshua Jefferson, staðan 43-42. Þannig hélt leikurinn áfram að rúlla í seinni hálfleik. Munurinn fór aldrei í tveggja stafa tölu og um leið og annað liðið gerði sig líklegt til að búa til einhvern mun kom hitt liðið til baka. En þegar um fjórar mínútur voru til leiksloka náðu Stjörnumenn upp fimm stiga forskoti, 82-77, og eftir það var afskaplega lítið skorað, bæði liðin frusu einfaldlega sóknarlega, eins og Arnar Guðjónsson orðaði það. Sóknarleikur Vals fór algjörlega í skrúfuna á þeim tímapunkti en boðið var upp á hvern loftboltann á fætur öðrum hjá þeim. Stjörnumenn náðu að sigla þessu heim í lokin í annars afar jöfnum leik og eru því komnir í 4-liða úrslit í VÍS bikaranum. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan náði síðasta áhlaupi leiksins áður en allt hrökk í lás og því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Antti Kanervo stigahæstur með 19 stig og setti nokkra stóra þrista þegar liðið þurfti virkilega á þeim að halda. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 17 stig og bætti við átta stoðsendingum. Þá gerði Kevin Kone sér lítið fyrir og reif niður 19 fráköst með þeim 14 stigum sem hann skoraði. Hjá Valsmönnum fór Joshua Jefferson fyrir sóknarleiknum með 24 stig, en það fjaraði töluvert undan honum undir lokin og skotnýtingin hrapaði niður úr gólfinu. Taiwo Badmus kom næstur með 20 en aðeins fimm leikmenn Vals komust á blað í kvöld. Hvað gekk illa? Aðeins fimm leikmenn Vals náðu að skora í kvöld. Ástþór Svalason var í byrjunarliðinu, spilaði 24 mínútur og skoraði 0 stig og þá var Antonio Monteiro einnig stigalaus á þeim tæpu 15 mínútum sem hann spilaði. Hvað gerist næst? Stjarnan er komin í 4-liða úrslit í bikarnum. 8-liða úrslitin klárast ekki fyrr en í kvöld svo það kemur ekki í ljós alveg strax hvaða lið verða í pottinum með Garðbæingum. Finnur Freyr: „Náum ekki að skapa okkur nógu mikið af skotum“ Finnur Freyr ræðir við sína mennVísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að munurinn á liðunum í dag í þessum jafna leik hefði einfadlega legið í lokakaflanum. „Þeir náðu þessum smá mun þarna í byrjun fjórða og við náðum einhvern veginn aldrei að brjóta þann hjall. Við hjökkuðum og vorum oft nálægt og fengum ágætis færi en þeir settu stór skot og tóku stór sóknarfráköst hérna undir lokin sérstaklega. Þeir spiluðu bara betur undir lokin heldur en við.“ Valsmenn fengu nánast öll stigin í dag frá fjórum leikmönnum. Getur verið að sumir þeirra hafi einfaldlega verið orðnir þreyttir í lokin? „Alveg örugglega. Það er vissulega þannig að maður vill fá stigin úr sem flestum áttum. En menn leggja hart að sér í vörn og sókn, þetta eru strákar í fínu standi og það er enginn sem vildi vera út af í þessum leik. En vissulega hefði verið óskandi að fá stigaframlag frá fleirum en mér fannst Toni, Ástþór og Bensi koma inn með fína vörn og Hjálmar er öflugur varnarlega og fékk sín móment líka.“ Finnur sagðist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því hverjir voru að skora í dag. „Það er ekkert það eitt sem við horfum á, við bara horfum á það að við náum ekki að skapa okkur nógu mikið af skotum og náum ekki að stoppa þá á lykilmómentum.“ Ríkjandi bikarmeistarar Vals eru þá úr leik en Finnur sagðist þó ekki taka það of mikið inn á sig. „Það er alltaf svekkjandi að detta út í bikar en eins og staðan er núna á þessu tímabili, við erum að fara í 8-liða úrslit og það eru gríðarlega sterk lið út um allt. Við vissum það að það þyrfti að vinna þrjá helvíti erfiða leiki til að verða bikarmeistarar. Sérstaklega að koma á erfiðan útivöll á móti frábæru Stjörnuliði, þá vissum við að þetta yrði erfitt. Við vorum nálægt því en því miður bara gekk það ekki. Hundúlt en það er bara áfram gakk.“ Arnar: „Við erum með breidd og við þurfum að finna leiðir til að nýta hana eins vel og hægt er“ Arnar Guðjónsson ræðir við sína mennVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, dró leikinn saman á einfaldan hátt í viðtali eftir leik. „Við komumst yfir þegar það voru einhverjar þrjár mínútur eftir held ég og eftir það fara bara bæði liðin í frost og enginn skorar. Það er bara saga leiksins, þetta var 50/50 en við náum smá mun áður en allir frjósa.“ Stjarnan hefur lyft ófáum bikarmeistaratitlum síðustu ár, en Arnar sagði að það væri enginn að pæla í því þegar út á völlinn er komið. „Ég get alveg lofað þér því að það var enginn inni á vellinum að hugsa „Heyrðu! Við eigum fimm af síðustu ellefu, nú er þetta komið!“ - Það hjálpar ekkert.“ Aðspurður um draumaandstæðing í næstu umferð var Arnar mjög heiðarlegur. Hann hafði einfaldlega enga hugmynd um hvaða lið væru í boði! „Ég ætla ekki að ljúga að þér, ég veit ekki hverjir eru í 8-liða úrslitum, hef ekki hugmynd um það! Þetta er eitthvað sem þú hefur enga stjórn á. Það eru örugglega bara góð lið sem fara í Höllina held ég.“ Stjörnumenn sýndu oft fína takta sóknarlega í dag en Arnar sagði að það væri nýr en jákvæður hausverkur að vera allt í einu kominn með fullskipað lið. „Ég skal alveg viðurkenna að það var svolítið „tricky“ að vera að skipta inn á allt í einu kominn með allt liðið okkar. Það voru einhverjir leikir í upphafi leiktíðar þar sem ég bara skipti ekkert inn á. Við erum með breidd og við þurfum að finna leiðir til að nýta hana eins vel og hægt er.“ VÍS-bikarinn Stjarnan Valur
Stjarnan er komin í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Stjörnumenn lögðu Val í 8-liða úrslitum en liðin mættust í úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Valur hafði betur. Því má segja að Stjarnan hafi náð fram hefndum í dag. Það var hart tekist á í Umhyggjuhöllinni í dag. Valsmenn ríkjandi bikarmeistarar og Stjarnan með fimm af síðustu ellefu bikarmeistaratitlum í sínum höfnum. Bæði lið greinilega staðráðin í að tryggja sér farseðil í 4-liða úrslit og það var lítið ef eitthvað gefið eftir í byrjun leiks. Leikurinn var bæði hraður og harður og á dómaratríóið hrós skilið fyrir að láta leikinn fljóta vel án þess að missa hann út í einhverja vitleysu, sem hefði auðveldlega getað gerst. Hvorugu liðinu tókst að búa til afgerandi forskot í fyrri hálfleik og munaði aðeins einu stigi í hálfleik eftir flautuþrist frá Joshua Jefferson, staðan 43-42. Þannig hélt leikurinn áfram að rúlla í seinni hálfleik. Munurinn fór aldrei í tveggja stafa tölu og um leið og annað liðið gerði sig líklegt til að búa til einhvern mun kom hitt liðið til baka. En þegar um fjórar mínútur voru til leiksloka náðu Stjörnumenn upp fimm stiga forskoti, 82-77, og eftir það var afskaplega lítið skorað, bæði liðin frusu einfaldlega sóknarlega, eins og Arnar Guðjónsson orðaði það. Sóknarleikur Vals fór algjörlega í skrúfuna á þeim tímapunkti en boðið var upp á hvern loftboltann á fætur öðrum hjá þeim. Stjörnumenn náðu að sigla þessu heim í lokin í annars afar jöfnum leik og eru því komnir í 4-liða úrslit í VÍS bikaranum. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan náði síðasta áhlaupi leiksins áður en allt hrökk í lás og því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Antti Kanervo stigahæstur með 19 stig og setti nokkra stóra þrista þegar liðið þurfti virkilega á þeim að halda. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 17 stig og bætti við átta stoðsendingum. Þá gerði Kevin Kone sér lítið fyrir og reif niður 19 fráköst með þeim 14 stigum sem hann skoraði. Hjá Valsmönnum fór Joshua Jefferson fyrir sóknarleiknum með 24 stig, en það fjaraði töluvert undan honum undir lokin og skotnýtingin hrapaði niður úr gólfinu. Taiwo Badmus kom næstur með 20 en aðeins fimm leikmenn Vals komust á blað í kvöld. Hvað gekk illa? Aðeins fimm leikmenn Vals náðu að skora í kvöld. Ástþór Svalason var í byrjunarliðinu, spilaði 24 mínútur og skoraði 0 stig og þá var Antonio Monteiro einnig stigalaus á þeim tæpu 15 mínútum sem hann spilaði. Hvað gerist næst? Stjarnan er komin í 4-liða úrslit í bikarnum. 8-liða úrslitin klárast ekki fyrr en í kvöld svo það kemur ekki í ljós alveg strax hvaða lið verða í pottinum með Garðbæingum. Finnur Freyr: „Náum ekki að skapa okkur nógu mikið af skotum“ Finnur Freyr ræðir við sína mennVísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að munurinn á liðunum í dag í þessum jafna leik hefði einfadlega legið í lokakaflanum. „Þeir náðu þessum smá mun þarna í byrjun fjórða og við náðum einhvern veginn aldrei að brjóta þann hjall. Við hjökkuðum og vorum oft nálægt og fengum ágætis færi en þeir settu stór skot og tóku stór sóknarfráköst hérna undir lokin sérstaklega. Þeir spiluðu bara betur undir lokin heldur en við.“ Valsmenn fengu nánast öll stigin í dag frá fjórum leikmönnum. Getur verið að sumir þeirra hafi einfaldlega verið orðnir þreyttir í lokin? „Alveg örugglega. Það er vissulega þannig að maður vill fá stigin úr sem flestum áttum. En menn leggja hart að sér í vörn og sókn, þetta eru strákar í fínu standi og það er enginn sem vildi vera út af í þessum leik. En vissulega hefði verið óskandi að fá stigaframlag frá fleirum en mér fannst Toni, Ástþór og Bensi koma inn með fína vörn og Hjálmar er öflugur varnarlega og fékk sín móment líka.“ Finnur sagðist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því hverjir voru að skora í dag. „Það er ekkert það eitt sem við horfum á, við bara horfum á það að við náum ekki að skapa okkur nógu mikið af skotum og náum ekki að stoppa þá á lykilmómentum.“ Ríkjandi bikarmeistarar Vals eru þá úr leik en Finnur sagðist þó ekki taka það of mikið inn á sig. „Það er alltaf svekkjandi að detta út í bikar en eins og staðan er núna á þessu tímabili, við erum að fara í 8-liða úrslit og það eru gríðarlega sterk lið út um allt. Við vissum það að það þyrfti að vinna þrjá helvíti erfiða leiki til að verða bikarmeistarar. Sérstaklega að koma á erfiðan útivöll á móti frábæru Stjörnuliði, þá vissum við að þetta yrði erfitt. Við vorum nálægt því en því miður bara gekk það ekki. Hundúlt en það er bara áfram gakk.“ Arnar: „Við erum með breidd og við þurfum að finna leiðir til að nýta hana eins vel og hægt er“ Arnar Guðjónsson ræðir við sína mennVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, dró leikinn saman á einfaldan hátt í viðtali eftir leik. „Við komumst yfir þegar það voru einhverjar þrjár mínútur eftir held ég og eftir það fara bara bæði liðin í frost og enginn skorar. Það er bara saga leiksins, þetta var 50/50 en við náum smá mun áður en allir frjósa.“ Stjarnan hefur lyft ófáum bikarmeistaratitlum síðustu ár, en Arnar sagði að það væri enginn að pæla í því þegar út á völlinn er komið. „Ég get alveg lofað þér því að það var enginn inni á vellinum að hugsa „Heyrðu! Við eigum fimm af síðustu ellefu, nú er þetta komið!“ - Það hjálpar ekkert.“ Aðspurður um draumaandstæðing í næstu umferð var Arnar mjög heiðarlegur. Hann hafði einfaldlega enga hugmynd um hvaða lið væru í boði! „Ég ætla ekki að ljúga að þér, ég veit ekki hverjir eru í 8-liða úrslitum, hef ekki hugmynd um það! Þetta er eitthvað sem þú hefur enga stjórn á. Það eru örugglega bara góð lið sem fara í Höllina held ég.“ Stjörnumenn sýndu oft fína takta sóknarlega í dag en Arnar sagði að það væri nýr en jákvæður hausverkur að vera allt í einu kominn með fullskipað lið. „Ég skal alveg viðurkenna að það var svolítið „tricky“ að vera að skipta inn á allt í einu kominn með allt liðið okkar. Það voru einhverjir leikir í upphafi leiktíðar þar sem ég bara skipti ekkert inn á. Við erum með breidd og við þurfum að finna leiðir til að nýta hana eins vel og hægt er.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum