„Þá endar þetta á fallegum stað“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 07:31 Björgvin Páll Gústavsson er hérna til að spila, á EM í Þýskalandi. Hann fór illa með vítaskyttu Þjóðverja, Juri Knorr, í fyrrakvöld. VÍSIR/VILHELM „Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag. Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00