Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. janúar 2024 18:37 „Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ arnar halldórsson Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“
Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira