Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 19:15 Um tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá upphafi átakanna. AP Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira