Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. janúar 2024 14:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem hefur meira en nóg að gera að skipuleggja ný verkefni á nýju ári í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna. Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira