Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 18:16 Leikmenn Íslands að leik loknum. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira