Valur og Fram með stórsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 19:30 Þórey Anna var óstöðvandi í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals og Fram unnu stórsigra í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þá vann ÍBV góðan heimasigur í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir fengu Aftureldingu í heimsókn en sá leikur náði í raun aldrei að vera spennandi, lokatölur á Hlíðarenda 33-18. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var í guðlegum ham en hún skoraði 13 mörk í 14 skotum í dag. Þar á eftir komu Lilja Ágústsdóttir og Sigríður Hauksdóttir með 5 mörk hvor. Markverðir Vals áttu líka stórleik, Hafdís Renötudóttir varði 11 skot og var með 50 prósent markvörslu og Sara Sif Helgadóttir gerði gott betur. Hún varði 8 skot og var með 53 prósent markvörslu. Katrín Helga Davíðsdóttir var markahæst hjá Aftureldingu með 5 mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 13 skot í markinu. Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 13 sigra og eitt tap að 14 umferðum loknum. Afturelding er í 6. sæti með sex stig. Á Akureyri var Fram í heimsókn en heimakonur í KA/Þór máttu síns lítils gegn sterku liði Fram í dag, lokatölur 18-28. Nathalia Soares Baliana skoraði 7 mörk í liði KA/Þórs og Matea Lonac varði 14 skot í markinu. Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði 10 mörk í liði Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 7 mörk. Ethel Gyða Bjarnasen varði 7 skot í markinu og Ingunn María Brynjarsdóttir varði 4 skot. Fram er í 3. sæti með 20 stig á meðan KA/Þór situr á botni deildarinnar með fimm stig. Að lokum vann ÍBV sex marka sigur á Stjörnunni, lokatölur 31-25. Sunna Jónsdóttir skoraði 9 mörk í liði ÍBV á meðan Marta Wawrzykowska varði 16 skot í markinu. Hjá Stjörnunni var Helena Rut Örvarsdóttir með 8 mörk og Darija Zecevic varði 15 skot í marki gestanna. ÍBV er í 4. sæti með 16 stig á meðan Stjarnan er í næstneðsta sæti með fimm stig, líkt og botnlið KA/Þórs. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Sjá meira
Íslandsmeistararnir fengu Aftureldingu í heimsókn en sá leikur náði í raun aldrei að vera spennandi, lokatölur á Hlíðarenda 33-18. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var í guðlegum ham en hún skoraði 13 mörk í 14 skotum í dag. Þar á eftir komu Lilja Ágústsdóttir og Sigríður Hauksdóttir með 5 mörk hvor. Markverðir Vals áttu líka stórleik, Hafdís Renötudóttir varði 11 skot og var með 50 prósent markvörslu og Sara Sif Helgadóttir gerði gott betur. Hún varði 8 skot og var með 53 prósent markvörslu. Katrín Helga Davíðsdóttir var markahæst hjá Aftureldingu með 5 mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 13 skot í markinu. Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 13 sigra og eitt tap að 14 umferðum loknum. Afturelding er í 6. sæti með sex stig. Á Akureyri var Fram í heimsókn en heimakonur í KA/Þór máttu síns lítils gegn sterku liði Fram í dag, lokatölur 18-28. Nathalia Soares Baliana skoraði 7 mörk í liði KA/Þórs og Matea Lonac varði 14 skot í markinu. Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði 10 mörk í liði Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 7 mörk. Ethel Gyða Bjarnasen varði 7 skot í markinu og Ingunn María Brynjarsdóttir varði 4 skot. Fram er í 3. sæti með 20 stig á meðan KA/Þór situr á botni deildarinnar með fimm stig. Að lokum vann ÍBV sex marka sigur á Stjörnunni, lokatölur 31-25. Sunna Jónsdóttir skoraði 9 mörk í liði ÍBV á meðan Marta Wawrzykowska varði 16 skot í markinu. Hjá Stjörnunni var Helena Rut Örvarsdóttir með 8 mörk og Darija Zecevic varði 15 skot í marki gestanna. ÍBV er í 4. sæti með 16 stig á meðan Stjarnan er í næstneðsta sæti með fimm stig, líkt og botnlið KA/Þórs.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti