Áföll í Grindavík Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 21. janúar 2024 23:50 Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. Útsendingin sameinaði þjóðina í samstöðu með Grindvíkingum en upplifun okkar sem ekki erum heimafólk er eðlisólík því áfalli sem bæjarbúar eru að verða fyrir. Bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, hefur af yfirvegun miðlað til þjóðarinnar upplifun Grindvíkinga en hann sagði í kjölfar eldgossins: „Þetta eru einstakar aðstæður. Við erum ekki bara beygð lengur, heldur brotin“. Áföll og áfallastreita Eldgosið í Grindavík hefur sýnt okkur þær framfarir sem orðið hafa í faglegri nálgun við þau sem upplifa áföll. Samstaða og samhyggð þjóðarinnar er sú sama nú og fyrir hálfri öld þegar Vestmannaeyingar stóðu í sambærilegum sporum, en vinnubrögð fagfólks og þekking á áföllum hefur stóraukist. Áföll hafa fylgt mannkyninu frá upphafi vega en rannsóknir á áföllum, afleiðingum þeirra og viðbrögðum á borð við áfallahjálp komu fram á níunda áratug síðustu aldar og var rætt um áfallahjálp hér á landi í fyrsta sinn í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Það er okkar gæfa að áföll hérlendis einskorðast að mestu leiti við náttúruvár en víða erlendis eru það stríðsátök sem helst valda áföllum. Þekking okkar á langvarandi áhrifum djúpstæðra áfalla, áfallastreituröskun, byggir á rannsóknum á hermönnum sem snúið hafa heim eftir herþjónustu og fólki sem flúið hefur frá átakasvæðum. Þeim fjölgar í okkar samfélagi sem hafa slíka áfallasögu frá sínu heimalandi. Áfallahjálp Áfallahjálp er ekki meðferð, enda eru viðbrögð við áföllum eðlileg. Sálrænn stuðningur er best veittur af þeim sem standa viðkomandi næst, fjölskyldu og vinum. Það er því öllum mikilvægt að þekkja helstu einkenni áfalla og áfallahjálpar til að geta gagnast öðrum, en flest þekkjum við Grindvíkinga sem þarfnast stuðnings. Grunnviðmiðin eru að þvinga ekki fram aðstoð, heldur að leitast við að skilja aðstæður viðkomandi með varfærnum spurningum. Samskipti skipta öllu máli og það er mikilvægt að eiga frumkvæði að samskiptum til að láta vita að þú sért til staðar. Sýna þarf því skilning ef viðkomandi sýnir sterk viðbrögð, en streita af völdum áfalla getur kallað fram margskonar upplifanir á borð við að endurupplifa atburðinn, martraðir, einsemd, sektarkennd, sjálfsásakanir, reiði og kvíða. Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við áföllum. Það ber ætíð að virða ákvarðanir fólks og forðast að bera fram skoðanir, gagnrýni eða fyrirheiti um þær aðstæður sem viðkomandi er í. Það er oft hægt að gera mikið gagn með því að vera til staðar fyrir aðra, hlusta og styðja, án þess að ætlast til neins í staðin. Þá gefur það auga leið að það sem manneskja í áfalli deilir, skuli alltaf fara með sem trúnaðarmál. Áfallarýni Rannsóknir á áföllum hafa jafnframt veitt nýju ljósi á menningu okkar og áfallarýni (trauma-studies) hefur á þessari öld rutt sér til rúms í hugvísindum sem túlkunarlykill fyrir margvísleg bókmenntaverk, Biblíuna þar á meðal. Margir af þekktustu textum ritningarinnar eru ortir í kjölfar áfalla og má þar nefna Davíðssálm 137, Við Babýlonsfljót, sem ortur var í kjölfar herleiðingar Babýlóníumanna árið 597 fyrir Krist. Prestur innflytjenda og hælisleitenda, Ása Laufey Sæmundsdóttir, skrifaði meistararitgerð um það efni sem aðgengileg er á Skemmunni. Með því að segja sögur og yrkja um atburði skapast rými til að vinna úr áföllum og áfallarýni veitir nýja innsýn inn í tilurð slíkra texta. Styrkur samfélagsins Skrefin sem Grindvíkingar standa frammi fyrir eru stór og þjóðin öll þarf að sýna það í verki að þau standa ekki ein. Fyrsta skrefið er að viðra þann sársauka og það áfall sem Grindvíkingar eru að upplifa og að virða tilfinningar þeirra. Með orðum Fannars Jónassonar, „Við erum ekki bara beygð lengur heldur brotin“. Þá standa Grindvíkingar frammi fyrir sorgarferli, þar sem syrgt er það mannslíf sem glataðist þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í ótrygga jörð, sem og það samfélag sem Grindvíkingar sjá ekki fram á að endurheimta að fullu. Samfélag Grindvíkinga er jafnframt uppspretta þess styrks sem mun koma þeim og þjóðinni allri í gegnum þetta áfall. Það var erindi Fannars Jónassonar þennan örlagaríka morgun eftir að eldurinn hafði eytt þremur húsum í Hópahverfi: „Við vitum að við höfum þjóðina með okkur í þessu og hlýhugur mikill, en við verðum að fá víðtækan stuðning og það er verið að vinna að því hörðum höndum.“ Viðbrögð okkar við áföllum hafa í gegnum árin sýnt Íslendingum að við erum ein þjóð í einu landi, samfélag sem stendur saman og byggir viðlagasjóðshús og varnargarða þegar við á. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. --- https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-14-ekki-bara-beygd-heldur-brotin-402225/ Ritgerð Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur: https://skemman.is/handle/1946/40352 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Sigurvin Lárus Jónsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. Útsendingin sameinaði þjóðina í samstöðu með Grindvíkingum en upplifun okkar sem ekki erum heimafólk er eðlisólík því áfalli sem bæjarbúar eru að verða fyrir. Bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, hefur af yfirvegun miðlað til þjóðarinnar upplifun Grindvíkinga en hann sagði í kjölfar eldgossins: „Þetta eru einstakar aðstæður. Við erum ekki bara beygð lengur, heldur brotin“. Áföll og áfallastreita Eldgosið í Grindavík hefur sýnt okkur þær framfarir sem orðið hafa í faglegri nálgun við þau sem upplifa áföll. Samstaða og samhyggð þjóðarinnar er sú sama nú og fyrir hálfri öld þegar Vestmannaeyingar stóðu í sambærilegum sporum, en vinnubrögð fagfólks og þekking á áföllum hefur stóraukist. Áföll hafa fylgt mannkyninu frá upphafi vega en rannsóknir á áföllum, afleiðingum þeirra og viðbrögðum á borð við áfallahjálp komu fram á níunda áratug síðustu aldar og var rætt um áfallahjálp hér á landi í fyrsta sinn í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Það er okkar gæfa að áföll hérlendis einskorðast að mestu leiti við náttúruvár en víða erlendis eru það stríðsátök sem helst valda áföllum. Þekking okkar á langvarandi áhrifum djúpstæðra áfalla, áfallastreituröskun, byggir á rannsóknum á hermönnum sem snúið hafa heim eftir herþjónustu og fólki sem flúið hefur frá átakasvæðum. Þeim fjölgar í okkar samfélagi sem hafa slíka áfallasögu frá sínu heimalandi. Áfallahjálp Áfallahjálp er ekki meðferð, enda eru viðbrögð við áföllum eðlileg. Sálrænn stuðningur er best veittur af þeim sem standa viðkomandi næst, fjölskyldu og vinum. Það er því öllum mikilvægt að þekkja helstu einkenni áfalla og áfallahjálpar til að geta gagnast öðrum, en flest þekkjum við Grindvíkinga sem þarfnast stuðnings. Grunnviðmiðin eru að þvinga ekki fram aðstoð, heldur að leitast við að skilja aðstæður viðkomandi með varfærnum spurningum. Samskipti skipta öllu máli og það er mikilvægt að eiga frumkvæði að samskiptum til að láta vita að þú sért til staðar. Sýna þarf því skilning ef viðkomandi sýnir sterk viðbrögð, en streita af völdum áfalla getur kallað fram margskonar upplifanir á borð við að endurupplifa atburðinn, martraðir, einsemd, sektarkennd, sjálfsásakanir, reiði og kvíða. Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við áföllum. Það ber ætíð að virða ákvarðanir fólks og forðast að bera fram skoðanir, gagnrýni eða fyrirheiti um þær aðstæður sem viðkomandi er í. Það er oft hægt að gera mikið gagn með því að vera til staðar fyrir aðra, hlusta og styðja, án þess að ætlast til neins í staðin. Þá gefur það auga leið að það sem manneskja í áfalli deilir, skuli alltaf fara með sem trúnaðarmál. Áfallarýni Rannsóknir á áföllum hafa jafnframt veitt nýju ljósi á menningu okkar og áfallarýni (trauma-studies) hefur á þessari öld rutt sér til rúms í hugvísindum sem túlkunarlykill fyrir margvísleg bókmenntaverk, Biblíuna þar á meðal. Margir af þekktustu textum ritningarinnar eru ortir í kjölfar áfalla og má þar nefna Davíðssálm 137, Við Babýlonsfljót, sem ortur var í kjölfar herleiðingar Babýlóníumanna árið 597 fyrir Krist. Prestur innflytjenda og hælisleitenda, Ása Laufey Sæmundsdóttir, skrifaði meistararitgerð um það efni sem aðgengileg er á Skemmunni. Með því að segja sögur og yrkja um atburði skapast rými til að vinna úr áföllum og áfallarýni veitir nýja innsýn inn í tilurð slíkra texta. Styrkur samfélagsins Skrefin sem Grindvíkingar standa frammi fyrir eru stór og þjóðin öll þarf að sýna það í verki að þau standa ekki ein. Fyrsta skrefið er að viðra þann sársauka og það áfall sem Grindvíkingar eru að upplifa og að virða tilfinningar þeirra. Með orðum Fannars Jónassonar, „Við erum ekki bara beygð lengur heldur brotin“. Þá standa Grindvíkingar frammi fyrir sorgarferli, þar sem syrgt er það mannslíf sem glataðist þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í ótrygga jörð, sem og það samfélag sem Grindvíkingar sjá ekki fram á að endurheimta að fullu. Samfélag Grindvíkinga er jafnframt uppspretta þess styrks sem mun koma þeim og þjóðinni allri í gegnum þetta áfall. Það var erindi Fannars Jónassonar þennan örlagaríka morgun eftir að eldurinn hafði eytt þremur húsum í Hópahverfi: „Við vitum að við höfum þjóðina með okkur í þessu og hlýhugur mikill, en við verðum að fá víðtækan stuðning og það er verið að vinna að því hörðum höndum.“ Viðbrögð okkar við áföllum hafa í gegnum árin sýnt Íslendingum að við erum ein þjóð í einu landi, samfélag sem stendur saman og byggir viðlagasjóðshús og varnargarða þegar við á. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. --- https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-14-ekki-bara-beygd-heldur-brotin-402225/ Ritgerð Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur: https://skemman.is/handle/1946/40352
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar