Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2024 07:58 Hátíðarhöld í tengslum við vígslu Ram-hofsins í Ayodhya hófust í morgun. AP Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. Hæstiréttur Indlands dæmdi árið 2019 á þann veg að heimilt yrði að reisa nýtt hindúahof á reitnum sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska sem stóð á reitnum var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Modi hóf vígsluathöfnina um hádegisbil með því að afhjúpa svarta styttu af Ram - holdgervingi guðsins Vishnu, en Ayodhya er talinn vera fæðingarstaður Ram. Endu hefur verið til sparað, en áætlaður kostnaður við smíði hofsins er um 166 milljónir evra, um 25 milljarðar króna. Er reiknað með að á þriðja þúsund tónlistarmanna taki þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðarhöld víða um land Flokkur Modis hefur blásið til hátíðarhalda víða um land í tilefni af vígslunni, en harðar deilur hafa lengi staðið um svæðið. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma að landsvæðið sem deilt var um skyldi komið í hendur félags sem myndi halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skyldi tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Hæstiréttur viðurkenndi þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg. Reistu mosku á 16. öld Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar. Indland Trúmál Tengdar fréttir Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hæstiréttur Indlands dæmdi árið 2019 á þann veg að heimilt yrði að reisa nýtt hindúahof á reitnum sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska sem stóð á reitnum var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Modi hóf vígsluathöfnina um hádegisbil með því að afhjúpa svarta styttu af Ram - holdgervingi guðsins Vishnu, en Ayodhya er talinn vera fæðingarstaður Ram. Endu hefur verið til sparað, en áætlaður kostnaður við smíði hofsins er um 166 milljónir evra, um 25 milljarðar króna. Er reiknað með að á þriðja þúsund tónlistarmanna taki þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðarhöld víða um land Flokkur Modis hefur blásið til hátíðarhalda víða um land í tilefni af vígslunni, en harðar deilur hafa lengi staðið um svæðið. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma að landsvæðið sem deilt var um skyldi komið í hendur félags sem myndi halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skyldi tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Hæstiréttur viðurkenndi þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg. Reistu mosku á 16. öld Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39
Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15
Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15
S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00
penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00