Erlent

Haley tryggði sér öll at­kvæðin í Dix­vil­le Notch

Atli Ísleifsson skrifar
Niðurstaðan í Dixville Notch segir ekki endilega mikið um endanlega niðurstöðu forvalsins í New Hampshire, en vekur engu að síður alltaf athygli.
Niðurstaðan í Dixville Notch segir ekki endilega mikið um endanlega niðurstöðu forvalsins í New Hampshire, en vekur engu að síður alltaf athygli. AP

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Nikki Haley tryggði sér öll atkvæði í forvali Repúblikana í bænum Dixville Notch í New Hampshire í nótt. Forvali flokksins í New Hampshire fer fram í dag.

Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að opna og loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú sex manns á kjörskrá.

Kjörstaðurinn í Dixville Notch, sem er að finna nærri landamærunum að Kanada, opnaði og lokaði um miðnætti að staðartíma og hófst í kjölfarið talning atkvæða. Sú talning tók ekki langan tíma og voru niðurstöðurnar kynntar að því loknu.

Fréttamenn og ljósmyndarar voru margfalt fleiri en kjósendur í Dixville Notch á miðnætti.AP

Þar sem Haley tryggði sér öll atkvæðin sex má ljóst vera að enginn greiddi atkvæði með Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem einnig sækist eftir því að verða forsetaefni Repúblikana.

Trump vann mikinn sigur í fyrsta forvali Repúblikanaflokksins í Iowa í síðustu viku og tilkynnti Ron DeSantis í kjölfarið að hann drægi framboð sitt til baka, auk þess að hann lýsti yfir stuðningi við Trump. Eru því Trump og Haley ein eftir að bítast um að verða forsetaefni Repúblikana.


Tengdar fréttir

Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember

Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi

Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið.

Trump vann stórsigur í Iowa

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×