Algjör markaþurrð í nýju samstarfi Messi og Suárez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 16:00 Undirbúningstímabilið byrjar ekki vel hjá Lionel Messi og félögum Inter Miami þegar kemur að því að setja boltann í mark mótherjanna. Getty/Carmen Mandato Vinirnir Lionel Messi og Luis Suárez eru sameinaðir á nýjan leik inn á fótboltavellinum en það er ekki hægt að segja að þeir fari vel af stað með Inter Miami liðinu. Suárez samdi við bandaríska félagið á dögunum og er enn af mörgum vinum Messi sem Inter Miami hefur samið við á síðustu misserum. Nýtt tímabil er að hefjast og undirbúningstímabilið er nú í fullum gangi. Inter Miami er nú búið að spila tvo æfingarleiki þar sem þeir vinirnir Messi og Suárez hafa byrjað saman í framlínunni. Þetta eru tveir af bestu sóknarmönnum heims síðasta áratuginn en uppskeran er heldur rýr í þessum fyrstu leikjum. Tonight s Starting XI vs FC Dallas 6PM ET | Stream live here https://t.co/xA4nhOOdHm, https://t.co/s0kWYOW9dw pic.twitter.com/TsuCD2pYls— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) January 22, 2024 Útkoman úr þessum tveimur leikjum en nefnilega allt annað en glæsileg. Inter Miami tapaði 1-0 á móti FC Dallas í nótt og gerði markalaust jafntefli í fyrsta æfingarleiknum sínum. Liðið er því búið að spila tvo heila leiki án þess að skora eitt einasta mark. Messi var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 14 leikjum á sínu fyrsta tímabili og hjálpaði því að vinna deildabikarinn. Hann er vissulega að verða 37 ára gamall í sumar en það er engu að síður búist við því að hann geti tekið MLS-deildina með trompi í ár. Næst á dagskrá er ferðalag til Sádi-Arabíu þar sem liðið mætir Al Hilal næsta mánudag og svo liði Cristiano Ronaldo, Al-Nassr, í framhaldinu. Liðið á einnig eftir að fara til Hong Kong en tímabilið í MLS-deildinni hefst síðan 22. febrúar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Suárez samdi við bandaríska félagið á dögunum og er enn af mörgum vinum Messi sem Inter Miami hefur samið við á síðustu misserum. Nýtt tímabil er að hefjast og undirbúningstímabilið er nú í fullum gangi. Inter Miami er nú búið að spila tvo æfingarleiki þar sem þeir vinirnir Messi og Suárez hafa byrjað saman í framlínunni. Þetta eru tveir af bestu sóknarmönnum heims síðasta áratuginn en uppskeran er heldur rýr í þessum fyrstu leikjum. Tonight s Starting XI vs FC Dallas 6PM ET | Stream live here https://t.co/xA4nhOOdHm, https://t.co/s0kWYOW9dw pic.twitter.com/TsuCD2pYls— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) January 22, 2024 Útkoman úr þessum tveimur leikjum en nefnilega allt annað en glæsileg. Inter Miami tapaði 1-0 á móti FC Dallas í nótt og gerði markalaust jafntefli í fyrsta æfingarleiknum sínum. Liðið er því búið að spila tvo heila leiki án þess að skora eitt einasta mark. Messi var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 14 leikjum á sínu fyrsta tímabili og hjálpaði því að vinna deildabikarinn. Hann er vissulega að verða 37 ára gamall í sumar en það er engu að síður búist við því að hann geti tekið MLS-deildina með trompi í ár. Næst á dagskrá er ferðalag til Sádi-Arabíu þar sem liðið mætir Al Hilal næsta mánudag og svo liði Cristiano Ronaldo, Al-Nassr, í framhaldinu. Liðið á einnig eftir að fara til Hong Kong en tímabilið í MLS-deildinni hefst síðan 22. febrúar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira