Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 14:55 Maðurinn lést á heimili í Bátavogi í september í fyrra. Dánarorsök hans liggur nú fyrir. Vísir/Vilhelm Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Þetta kemur fram í framhaldsákæru á hendur Dagbjörtu Guðrúnu Rúnarsdóttur sem fréttastofa hefur undir höndum. Hún er er grunuð um að bana tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi. Í upprunalegri ákæru málsins er margvíslegum áverkum um líkama mannsins lýst, en þar segir að „samþættar afleiðingar áverkanna voru þær að [maðurinn] lést“. Í framhaldsákærunni segir hins vegar að maðurinn hafi látist af „völdum köfnunar vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn en blæðing innvortis og beinmergjarblóðrek vegna beináverka, átti sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heilans og var þannig til þess fallið að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins.“ Að öðru leyti er upprunaleg ákæra málsins sú sama. Framhaldsákæran var lögð fram við þingfestingu málsins síðastliðinn föstudag, en þar greindi Dagbjört frá afstöðu til sakarefnanna. Hún neitar sök. Dagbjörtu, sem er á 43 aldursári, er gefið að sök að hafa orðið manninum að bana og beita hann margvíslegu ofbeldi aðdraganda andlátsins, en það á að hafa staðið yfir í tvo daga. Hún er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurði í málinu. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. 15. janúar 2024 17:33 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Þetta kemur fram í framhaldsákæru á hendur Dagbjörtu Guðrúnu Rúnarsdóttur sem fréttastofa hefur undir höndum. Hún er er grunuð um að bana tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi. Í upprunalegri ákæru málsins er margvíslegum áverkum um líkama mannsins lýst, en þar segir að „samþættar afleiðingar áverkanna voru þær að [maðurinn] lést“. Í framhaldsákærunni segir hins vegar að maðurinn hafi látist af „völdum köfnunar vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn en blæðing innvortis og beinmergjarblóðrek vegna beináverka, átti sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heilans og var þannig til þess fallið að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins.“ Að öðru leyti er upprunaleg ákæra málsins sú sama. Framhaldsákæran var lögð fram við þingfestingu málsins síðastliðinn föstudag, en þar greindi Dagbjört frá afstöðu til sakarefnanna. Hún neitar sök. Dagbjörtu, sem er á 43 aldursári, er gefið að sök að hafa orðið manninum að bana og beita hann margvíslegu ofbeldi aðdraganda andlátsins, en það á að hafa staðið yfir í tvo daga. Hún er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurði í málinu. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. 15. janúar 2024 17:33 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16
Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16
Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. 15. janúar 2024 17:33