„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 18:25 Daníel Ágúst las upp kröfur tónlistarfólksins á mótmælunum. Vísir/Sigurjón Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36