Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegifréttum verður rætt við jarðeðlisfræðing um ástandið á Reykjanesi en verulega hefur dregið úr skjálftavirkni síðustu daga.

Einnig virðist hafa dregið verulega úr landrisi við Svartsengi. 

Þá ræðum við við lögreglustjórann á Suðurnesjum sem er ekki sáttur við að nokkur flugfélög sem fljúgi hingað til lands skuli ekki skila inn upplýsingum um sína farþega eins og lög gera ráð fyrir. 

Að auki ræðum við Pallborð dagsins og tökum stöðuna á Gasa og í Úkraínu. 

Í íþróttapakka dagsins verður megináherslan lögð á leikinn mikilvæga gegn Austurríkismönnum sem fram fer í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×