Við sjáum fyrir endann á sveiflunum Hildur Eiríksdóttir skrifar 24. janúar 2024 12:31 Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans var ólokið og hækkanirnar nú orðnar 14 og stýrivextir standa í 9,25%. Verðbólga hefur hins vegar lækkað á Íslandi undanfarið er nú 7,7%. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti undir högg að sækja og lækkaði mjög í lítilli veltu framan af ári, en tók aftur við sér á síðustu vikum 2023. Stjórn Marel hafnaði fyrsta yfirtökutilboði JBT og setti þar ákveðinn botn í verð á markaði og vel heppnuð skráning Ísfélagsins var jákvæð frétt inn á markaðinn. Auk þess sýndi salan á Kerecis til erlendra aðila hvað er hægt að gera með hugviti, áræðni og eljusemi. Heilt yfir réttlætti verðlagningin á hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöllina hækkunina undir lok árs og árshlutauppgjör félaga voru heilt yfir góð á síðasta ári. Óvissa veldur sveiflunum Annað sem valdið hefur óvissu eru yfirstandandi kjarasamningar, en tónninn í þeim bendir til þess að allir vilji leggjast á eitt við að ná lengri samningum og stuðla að friði á vinnumarkaði, sem er ein af forsendum árangurs í baráttunni við verðbólguna. Eins liggur fyrir að á þessu ári og því næsta er komið að endurákvörðun vaxta stórs hluta íbúðalána og vert að árétta mikilvægi þess fyrir fólk að leita sér ráðgjafar og taka ákvarðanir um næstu skref að vel athuguðu máli. Rétt eins og máli skiptir hvernig sparnaðurinn okkar er samsettur, þá skiptir líka máli hvernig húsnæðislánið lítur út. Á undanförnum vikum hafa náttúruöflin minnt á sig á Íslandi og hugur allra hjá Grindvíkingum vegna áhrifa eldgosa þar. Þróun erlendis hefur líka verið óheillavænleg, ekki aðeins að átök í Úkraínu hafi haldið áfram, heldur líka hörmungarástandið á Gaza. Áhugavert er hins vegar varðandi verðbréfamarkaði, ef þróun þeirra er sett í samhengi við átök, að oft eiga þeir erfiðast uppdráttar í aðdraganda átaka, en hafa tilhneigingu til að ná jafnvægi þegar þau hafa brotist út. Eins undarlega og það hljómar, þá virðist óvissan valda meiri sveiflum en þegar átökin raungerast. Miklar væntingar eru til gervigreindar Á síðasta ári var gervigreindin fyrirferðarmikil á erlendum verðbréfamörkuðum og áhugavert að bera saman, milli árana 2022 og 2023, hversu oft var minnst á hana í uppgjörum stærstu tæknifélaganna. Í fyrstu uppgjörum árið 2022 var það 6 sinnum, en 60 sinnum í sömu uppgjörum ári síðar. Áhugavert verður að fylgjast með verðþróun stærstu tæknifélag í ljósi mikilla væntinga til nýrrar tækni. Innleitt var í lög á árinu að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Fjármálafyrirtækjum ber að kynna sjálfbærni fyrir fjárfestum og spyrja út í sjálfbærnióskir þeirra í hæfismati í tengslum við fjárfestingarráðgjöf og eignastýringarþjónustu. Vöruframboð á innlenda markaðnum með slíkar fjármálaafurðir er enn sem komið er mjög takmarkað en erlendis er flóran fjölbreyttari og því hægt að bjóða upp á vörur þaðan á meðan vöruframboð innalands er í þróun. Markmiðið með innleiðingu laganna er að samræma hvernig upplýsingum er skilað, þeim miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagnið getur verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Huga þarf að áhættuþoli hvers og eins Til að draga saman síðasta ár á verðbréfamarkaði þá var það annað árið í röð þar sem fjárfestar fengu tækifæri til að reyna á áhættuþolið. Yfir lengra tímabil hefur hins vegar sýnt sig ákveðin víxlverkun milli hlutabréfa og skuldabréfa, því skuldabréfin sveiflast almennt minna og skila minni ávöxtun yfir langan tíma en hlutabréfin geta sveiflast meira en hafa á móti skilað meiru til lengri tíma litið. Til að dreifa áhættu er því best að byggja á blönduðu og vel dreifðu eignasafni, þar sem hlutfallið milli hlutabréfa og skuldabréfa endurspeglar það áhættuþol sem fjárfestinum líður vel með. Í nóvember féll frá Charlie Munger, goðsögn á fjármálamarkaði, hægri hönd Warren Buffett og stjórnarmaður til áratuga hjá Berkshire Hathaway. Margt hefur verið haft eftir Charlie Munger í gegnum tíðina, en ef er litið til síðustu tveggja ára á verðbréfamarkaði þá finnst mér kristallast í hans orðum að árangur á verðbréfamarkaði snúist ekki um að kaupa og selja heldur að bíða af sér sveiflurnar með langtímaárangur í huga. Með orð þessa merka fjárfestis í huga, sem átti aðeins nokkrar vikur í 100 ára afmælið sitt, höldum við inn í nýtt ár, þar sem verðbréfamarkaðir eru meira í takti við það sem við eigum að venjast og vonum að friður skapist á átakasvæðum, vinnumarkaði og að við fáum lifað í samlyndi við náttúruöflin. Höfundur er forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Íslandsbanki Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans var ólokið og hækkanirnar nú orðnar 14 og stýrivextir standa í 9,25%. Verðbólga hefur hins vegar lækkað á Íslandi undanfarið er nú 7,7%. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti undir högg að sækja og lækkaði mjög í lítilli veltu framan af ári, en tók aftur við sér á síðustu vikum 2023. Stjórn Marel hafnaði fyrsta yfirtökutilboði JBT og setti þar ákveðinn botn í verð á markaði og vel heppnuð skráning Ísfélagsins var jákvæð frétt inn á markaðinn. Auk þess sýndi salan á Kerecis til erlendra aðila hvað er hægt að gera með hugviti, áræðni og eljusemi. Heilt yfir réttlætti verðlagningin á hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöllina hækkunina undir lok árs og árshlutauppgjör félaga voru heilt yfir góð á síðasta ári. Óvissa veldur sveiflunum Annað sem valdið hefur óvissu eru yfirstandandi kjarasamningar, en tónninn í þeim bendir til þess að allir vilji leggjast á eitt við að ná lengri samningum og stuðla að friði á vinnumarkaði, sem er ein af forsendum árangurs í baráttunni við verðbólguna. Eins liggur fyrir að á þessu ári og því næsta er komið að endurákvörðun vaxta stórs hluta íbúðalána og vert að árétta mikilvægi þess fyrir fólk að leita sér ráðgjafar og taka ákvarðanir um næstu skref að vel athuguðu máli. Rétt eins og máli skiptir hvernig sparnaðurinn okkar er samsettur, þá skiptir líka máli hvernig húsnæðislánið lítur út. Á undanförnum vikum hafa náttúruöflin minnt á sig á Íslandi og hugur allra hjá Grindvíkingum vegna áhrifa eldgosa þar. Þróun erlendis hefur líka verið óheillavænleg, ekki aðeins að átök í Úkraínu hafi haldið áfram, heldur líka hörmungarástandið á Gaza. Áhugavert er hins vegar varðandi verðbréfamarkaði, ef þróun þeirra er sett í samhengi við átök, að oft eiga þeir erfiðast uppdráttar í aðdraganda átaka, en hafa tilhneigingu til að ná jafnvægi þegar þau hafa brotist út. Eins undarlega og það hljómar, þá virðist óvissan valda meiri sveiflum en þegar átökin raungerast. Miklar væntingar eru til gervigreindar Á síðasta ári var gervigreindin fyrirferðarmikil á erlendum verðbréfamörkuðum og áhugavert að bera saman, milli árana 2022 og 2023, hversu oft var minnst á hana í uppgjörum stærstu tæknifélaganna. Í fyrstu uppgjörum árið 2022 var það 6 sinnum, en 60 sinnum í sömu uppgjörum ári síðar. Áhugavert verður að fylgjast með verðþróun stærstu tæknifélag í ljósi mikilla væntinga til nýrrar tækni. Innleitt var í lög á árinu að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Fjármálafyrirtækjum ber að kynna sjálfbærni fyrir fjárfestum og spyrja út í sjálfbærnióskir þeirra í hæfismati í tengslum við fjárfestingarráðgjöf og eignastýringarþjónustu. Vöruframboð á innlenda markaðnum með slíkar fjármálaafurðir er enn sem komið er mjög takmarkað en erlendis er flóran fjölbreyttari og því hægt að bjóða upp á vörur þaðan á meðan vöruframboð innalands er í þróun. Markmiðið með innleiðingu laganna er að samræma hvernig upplýsingum er skilað, þeim miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagnið getur verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Huga þarf að áhættuþoli hvers og eins Til að draga saman síðasta ár á verðbréfamarkaði þá var það annað árið í röð þar sem fjárfestar fengu tækifæri til að reyna á áhættuþolið. Yfir lengra tímabil hefur hins vegar sýnt sig ákveðin víxlverkun milli hlutabréfa og skuldabréfa, því skuldabréfin sveiflast almennt minna og skila minni ávöxtun yfir langan tíma en hlutabréfin geta sveiflast meira en hafa á móti skilað meiru til lengri tíma litið. Til að dreifa áhættu er því best að byggja á blönduðu og vel dreifðu eignasafni, þar sem hlutfallið milli hlutabréfa og skuldabréfa endurspeglar það áhættuþol sem fjárfestinum líður vel með. Í nóvember féll frá Charlie Munger, goðsögn á fjármálamarkaði, hægri hönd Warren Buffett og stjórnarmaður til áratuga hjá Berkshire Hathaway. Margt hefur verið haft eftir Charlie Munger í gegnum tíðina, en ef er litið til síðustu tveggja ára á verðbréfamarkaði þá finnst mér kristallast í hans orðum að árangur á verðbréfamarkaði snúist ekki um að kaupa og selja heldur að bíða af sér sveiflurnar með langtímaárangur í huga. Með orð þessa merka fjárfestis í huga, sem átti aðeins nokkrar vikur í 100 ára afmælið sitt, höldum við inn í nýtt ár, þar sem verðbréfamarkaðir eru meira í takti við það sem við eigum að venjast og vonum að friður skapist á átakasvæðum, vinnumarkaði og að við fáum lifað í samlyndi við náttúruöflin. Höfundur er forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun