Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 24. janúar 2024 16:15 Menn voru svekktir eftir að hafa aðeins unnið með tveimur mörkum. Vísir/Vilhelm Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. Aron Pálmarsson hefur verið að spila frábærlega á mótinu og átt sitt besta stórmót í langan tíma. Aron byrjaði vel og var allt í öllu í leik liðsins. Aron skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands og fiskaði einnig víti. Eftir kraftmikla byrjun Íslands datt markmaður andstæðingsins í gang eins og svo oft áður. Constantin Möstl varði þó nokkur dauðafæri og dró tennurnar úr íslenska liðinu. Eftir að Ísland komst tveimur mörkum yfir 2-4 tókst liðinu ekki að skora í tæplega átta mínútur. We have 𝑎 𝑔𝑜𝑎𝑙𝑘𝑒𝑒𝑝𝑒𝑟𝑠 𝑑𝑢𝑒𝑙 😳#ehfeuro2024 #heretoplay #AUTISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/i2FRIjqLQV— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2024 Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór að ganga betur og betur. Vörnin var afar þétt og Viktor Gísli Hallgrímsson varði eins og berserkur. Viktor Gísli varði 17 skot í fyrri hálfleik og var með 68 prósent markvörslu í hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson varði afar vel í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm Austurríki fór að spila með aukamann í sókn og þá fór allt að ganga upp hjá Íslandi sem refsaði trekk í trekk með auðveldum mörkum. Sigvaldi Björn Guðjónsson nýtti hraðaupphlaupin vel og átti frábær tilþrif þegar hann fíflaði Möstl sem renndi sér á rassinn þegar að Sigvaldi hótaði skoti og skoraði síðan í autt markið. Ísland skoraði síðustu sex mörk fyrri hálfleiks og staðan fór úr 8-8 í 8-14. Classic Icelandic action with Omar Ingi Magnusson and Sigvaldi Gudjonsson#ehfeuro2024 #heretoplay #AUTISL pic.twitter.com/4Rw3nl2bPG— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2024 Mótspyrnan var töluvert meiri í upphafi síðari hálfleiks heldur en síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Leikmenn Austuríks rifu sig í gang og gerðu fimm mörk í röð. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, tók leikhlé í stöðunni 14-15. Þrátt fyrir leikhlé Snorra héldu vandræði liðsins áfram. Eftir sjö mörk í röð frá Austurríki þá skoraði Janus Daði Smárason en liðið hafði ekki skorað í 13 mínútur. Janus jafnaði leikinn í 16-16. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann fór fyrir liðinu þegar allt var í járnum undir lok leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi og Ísland vann að lokum tveggja marka sigur 24-26. Úrslitin þýða að ef Ungverjaland tapar ekki gegn Frakklandi verður Ísland fyrir ofan Austurríki og Ísland kæmist þá í undankeppni Ólympíuleikanna ef Egyptar verða Afríkumeistarar. Menn voru svekktir eftir aðeins tveggja marka sigurVísir/Vilhelm EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. Aron Pálmarsson hefur verið að spila frábærlega á mótinu og átt sitt besta stórmót í langan tíma. Aron byrjaði vel og var allt í öllu í leik liðsins. Aron skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands og fiskaði einnig víti. Eftir kraftmikla byrjun Íslands datt markmaður andstæðingsins í gang eins og svo oft áður. Constantin Möstl varði þó nokkur dauðafæri og dró tennurnar úr íslenska liðinu. Eftir að Ísland komst tveimur mörkum yfir 2-4 tókst liðinu ekki að skora í tæplega átta mínútur. We have 𝑎 𝑔𝑜𝑎𝑙𝑘𝑒𝑒𝑝𝑒𝑟𝑠 𝑑𝑢𝑒𝑙 😳#ehfeuro2024 #heretoplay #AUTISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/i2FRIjqLQV— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2024 Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór að ganga betur og betur. Vörnin var afar þétt og Viktor Gísli Hallgrímsson varði eins og berserkur. Viktor Gísli varði 17 skot í fyrri hálfleik og var með 68 prósent markvörslu í hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson varði afar vel í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm Austurríki fór að spila með aukamann í sókn og þá fór allt að ganga upp hjá Íslandi sem refsaði trekk í trekk með auðveldum mörkum. Sigvaldi Björn Guðjónsson nýtti hraðaupphlaupin vel og átti frábær tilþrif þegar hann fíflaði Möstl sem renndi sér á rassinn þegar að Sigvaldi hótaði skoti og skoraði síðan í autt markið. Ísland skoraði síðustu sex mörk fyrri hálfleiks og staðan fór úr 8-8 í 8-14. Classic Icelandic action with Omar Ingi Magnusson and Sigvaldi Gudjonsson#ehfeuro2024 #heretoplay #AUTISL pic.twitter.com/4Rw3nl2bPG— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2024 Mótspyrnan var töluvert meiri í upphafi síðari hálfleiks heldur en síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Leikmenn Austuríks rifu sig í gang og gerðu fimm mörk í röð. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, tók leikhlé í stöðunni 14-15. Þrátt fyrir leikhlé Snorra héldu vandræði liðsins áfram. Eftir sjö mörk í röð frá Austurríki þá skoraði Janus Daði Smárason en liðið hafði ekki skorað í 13 mínútur. Janus jafnaði leikinn í 16-16. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann fór fyrir liðinu þegar allt var í járnum undir lok leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi og Ísland vann að lokum tveggja marka sigur 24-26. Úrslitin þýða að ef Ungverjaland tapar ekki gegn Frakklandi verður Ísland fyrir ofan Austurríki og Ísland kæmist þá í undankeppni Ólympíuleikanna ef Egyptar verða Afríkumeistarar. Menn voru svekktir eftir aðeins tveggja marka sigurVísir/Vilhelm