Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. Fram 1988 lenti í 5. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Það ætti að vera óhætt að skella titlinum besta varnarlið íslensks nútímafótbolta á Fram 1988. Strákarnir hans Ásgeirs Elíassonar fengu aðeins átta mörk á sig í átján leikjum á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum, eða 0,44 mörk að meðaltali í leik, og héldu tólf sinnum hreinu. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hefur ekkert lið státað af viðlíka varnartölfræði. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk, ekkert lið innan við 0,5 mörk að meðaltali í leik og ekkert lið haldið oftar hreinu. grafík/sara Það er kannski erfitt að trúa því að liðið sem vann stóran titil á hverju einasta tímabili á árunum 1985-90 féll 1982. En Fram vann næstefstu deild 1983 og lenti svo í 6. sæti 1984 undir stjórn Jóhannesar Atlasonar. Fyrir tímabilið 1985 tók Ásgeir svo við Fram en hann var fyrrverandi leikmaður liðsins. Strax á fyrsta tímabili fór Fram upp um fjögur sæti, úr fallbaráttu í titilbaráttu og vann bikarkeppnina. Frammarar urðu svo Íslandsmeistarar 1986 á markatölu, þrátt fyrir að aðeins sex leikmenn hafi skorað fyrir þá í deildinni. Guðmundur Torfason fór mikinn og jafnaði markametið (nítján mörk) og Fram fékk aðeins þrettán mörk á sig. Fram varð svo bikarmeistari í annað sinn á þremur árum 1987. En það besta var eftir. grafík/sara Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Fram seinni hluta 9. áratugarins var hversu klókir Ásgeir og félagar voru að fá réttu leikmennina til liðsins. Fram-súpan var að gerð úr hráefni úr garðinum heima en til að fullkomna hana fékk Ásgeir krydd annars staðar frá. Ormarr Örlygsson kom frá KA, Pétur Arnþórsson og Kristján Jónsson frá Þrótti og Birkir Kristinsson frá ÍA. Eftir að tímabilið 1988 hófst kom Ómar Torfason svo frá Sviss en hann hafði orðið markakóngur sem leikmaður Fram 1985, áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Í takt við tímann spilaði Fram 3-5-2 og notaði nánast bara þrettán leikmenn. Fjórir leikmenn spiluðu alla átján leikina, fimm spiluðu sautján leiki, tveir sextán leiki og einn fimmtán leiki. Birkir stóð í markinu, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Þórir Sveinsson og Viðar Þorkelsson voru í vörninni, Ormarr og Kristján á köntunum, Kristinn Rúnar Jónsson og Pétur á miðjunni, Pétur Ormslev þar fyrir framan og fremstir voru Arnljótur Davíðsson og Guðmundur. Þessir þrír síðastnefndu báru uppi sóknarleikinn og skoruðu samtals 26 af 38 mörkum Fram. Guðmundur skoraði tólf mörk og fékk silfurskóinn, Pétur bjó til færin og skoraði sjálfur átta mörk og Arnljótur náði hæðum sem hann náði aldrei aftur; skoraði sex mörk og var valinn besti ungi leikmaður ársins. grafík/sara Guðmundur skoraði eina mark leiksins þegar Fram vann Val, 1-0, í 1. umferð deildarinnar. Hann skoraði níu mörk í fyrri umferðinni, þar af þrennu gegn Víkingi og tvö mörk gegn KR og tvennu í 0-4 sigri á ÍA á Akranesi. Fram vann fjórtán af fyrstu fimmtán leikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á KA í 15. umferð. Leikmenn liðsins hafa ef til vill gengið full hratt í gegnum gleðinnar dyr því í næstu umferð töpuðu þeir sínum leik í deildinni, á Húsavík fyrir liði Völsungs sem féll. En það rann fljótt af Frömmurum og þeir unnu síðustu tvo leiki sína, gegn Leiftursmönnum og Skagamönnum. Fram endaði því tímabilið með sextán sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Liðið fékk 49 stig af 54 mögulegum, sem er stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni, skoraði 38 mörk, fékk aðeins á sig átta og hélt tólf sinnum hreinu. Að skora 38 mörk er enginn hellingur en þau hefðu eflaust orðið fleiri ef Guðmundur hefði ekki meiðst í sigrinum á Akranesi í 9. umferð. Fram var átta stigum á undan mjög góðu Valsliði og sautján stigum á undan bronsliði ÍA. Fram tókst þó ekki að vinna tvöfalt, ekki frekar en önnur ár á blómaskeiði félagsins. Í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins tapaði Fram fyrir Val, 3-1, sem var eini bletturinn á lakinu sem var annars svo tandurhreint sumarið 1988. Besta deild karla Fram 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn
Fram 1988 lenti í 5. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Það ætti að vera óhætt að skella titlinum besta varnarlið íslensks nútímafótbolta á Fram 1988. Strákarnir hans Ásgeirs Elíassonar fengu aðeins átta mörk á sig í átján leikjum á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum, eða 0,44 mörk að meðaltali í leik, og héldu tólf sinnum hreinu. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hefur ekkert lið státað af viðlíka varnartölfræði. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk, ekkert lið innan við 0,5 mörk að meðaltali í leik og ekkert lið haldið oftar hreinu. grafík/sara Það er kannski erfitt að trúa því að liðið sem vann stóran titil á hverju einasta tímabili á árunum 1985-90 féll 1982. En Fram vann næstefstu deild 1983 og lenti svo í 6. sæti 1984 undir stjórn Jóhannesar Atlasonar. Fyrir tímabilið 1985 tók Ásgeir svo við Fram en hann var fyrrverandi leikmaður liðsins. Strax á fyrsta tímabili fór Fram upp um fjögur sæti, úr fallbaráttu í titilbaráttu og vann bikarkeppnina. Frammarar urðu svo Íslandsmeistarar 1986 á markatölu, þrátt fyrir að aðeins sex leikmenn hafi skorað fyrir þá í deildinni. Guðmundur Torfason fór mikinn og jafnaði markametið (nítján mörk) og Fram fékk aðeins þrettán mörk á sig. Fram varð svo bikarmeistari í annað sinn á þremur árum 1987. En það besta var eftir. grafík/sara Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Fram seinni hluta 9. áratugarins var hversu klókir Ásgeir og félagar voru að fá réttu leikmennina til liðsins. Fram-súpan var að gerð úr hráefni úr garðinum heima en til að fullkomna hana fékk Ásgeir krydd annars staðar frá. Ormarr Örlygsson kom frá KA, Pétur Arnþórsson og Kristján Jónsson frá Þrótti og Birkir Kristinsson frá ÍA. Eftir að tímabilið 1988 hófst kom Ómar Torfason svo frá Sviss en hann hafði orðið markakóngur sem leikmaður Fram 1985, áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Í takt við tímann spilaði Fram 3-5-2 og notaði nánast bara þrettán leikmenn. Fjórir leikmenn spiluðu alla átján leikina, fimm spiluðu sautján leiki, tveir sextán leiki og einn fimmtán leiki. Birkir stóð í markinu, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Þórir Sveinsson og Viðar Þorkelsson voru í vörninni, Ormarr og Kristján á köntunum, Kristinn Rúnar Jónsson og Pétur á miðjunni, Pétur Ormslev þar fyrir framan og fremstir voru Arnljótur Davíðsson og Guðmundur. Þessir þrír síðastnefndu báru uppi sóknarleikinn og skoruðu samtals 26 af 38 mörkum Fram. Guðmundur skoraði tólf mörk og fékk silfurskóinn, Pétur bjó til færin og skoraði sjálfur átta mörk og Arnljótur náði hæðum sem hann náði aldrei aftur; skoraði sex mörk og var valinn besti ungi leikmaður ársins. grafík/sara Guðmundur skoraði eina mark leiksins þegar Fram vann Val, 1-0, í 1. umferð deildarinnar. Hann skoraði níu mörk í fyrri umferðinni, þar af þrennu gegn Víkingi og tvö mörk gegn KR og tvennu í 0-4 sigri á ÍA á Akranesi. Fram vann fjórtán af fyrstu fimmtán leikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á KA í 15. umferð. Leikmenn liðsins hafa ef til vill gengið full hratt í gegnum gleðinnar dyr því í næstu umferð töpuðu þeir sínum leik í deildinni, á Húsavík fyrir liði Völsungs sem féll. En það rann fljótt af Frömmurum og þeir unnu síðustu tvo leiki sína, gegn Leiftursmönnum og Skagamönnum. Fram endaði því tímabilið með sextán sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Liðið fékk 49 stig af 54 mögulegum, sem er stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni, skoraði 38 mörk, fékk aðeins á sig átta og hélt tólf sinnum hreinu. Að skora 38 mörk er enginn hellingur en þau hefðu eflaust orðið fleiri ef Guðmundur hefði ekki meiðst í sigrinum á Akranesi í 9. umferð. Fram var átta stigum á undan mjög góðu Valsliði og sautján stigum á undan bronsliði ÍA. Fram tókst þó ekki að vinna tvöfalt, ekki frekar en önnur ár á blómaskeiði félagsins. Í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins tapaði Fram fyrir Val, 3-1, sem var eini bletturinn á lakinu sem var annars svo tandurhreint sumarið 1988.
Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01