Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 14:47 Hjólið féll af vélinni skömmu fyrir flugtak. Mynd er úr safni og sýnir vél Delta á alþjóðaflugvelli í Brussel. Nicolas Economou/Getty Images Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan. Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira