Vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2024 14:57 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, reynsluheimur kvenna hafi lengi verið ósýnilegur og enn séu öfl allt í kringum okkur sem vilji halda því þannig. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar. Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“ Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira