Skýrsla Sindra: Þeir voru svo sannarlega veikir Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 19:02 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá strákunum okkar eftir leik. Þeir vissu að tveggja marka sigur dygði varla til að halda ólympíudraumnum á lífi. VÍSIR/VILHELM Á einhvern ótrúlegan hátt enn með góða von um að komast á Ólympíuleika, langt yfir á móti bensínlausum Austurríkismönnum, undirstrikuðu strákarnir okkar það sem komið hefur í ljós á EM. Að það er eitthvað stórkostlega mikið að og í dag er Ísland veikt lið. Ísland vann vissulega leikinn, 26-24, en það vissu allir að liðið myndi líklega þurfa á fimm marka sigri að halda og það kom endanlega í ljós í kjölfarið, þegar Frakkar unnu Ungverja. Enn og aftur sendir Ísland því fámenna sveit á Ólympíuleikana í sumar, og ekkert handboltalandslið. Ömurleg staða en hún er orðin staðreynd. Það er með hreinum ólíkindum að Ísland skyldi ekki spila betur úr þeirri stöðu sem liðið kom sér í, í þessum fyrri hálfleik gegn Austurríki. Og þetta sýnir að íslenska liðið er veikt. Ekki með flensu, þó að hún hafi strítt liðinu, heldur veikt andlega. Miðað við þetta mót þá er bara ekkert drápseðli til staðar og engir töffarar í liðinu. Við vitum að þetta er ekki algilt, en hvað er hægt að segja annað þegar útkoman er svona nánast allt mótið? Þvílík vonbrigði. Það voru allar forsendur fyrir því að berjast um sæti í undanúrslitum. Að komast í undankeppni Ólympíuleikanna var bara eitthvað aukadæmi sem myndi fylgja. En Ísland endar fyrir neðan Austurríki, Ungverjaland og í raun frekar slakt lið Þýskalands. Í tíunda sæti mótsins og aldrei nálægt því að líta út eins og verðlaunalið. Bensínlausir mótherjar Þetta eru bara svo mikil vonbrigði, sérstaklega miðað við það sem var í gangi í fyrri hálfleik í kvöld. Það var svo augljóst tækifæri til að valta yfir Austurríkismenn. Markvörðurinn Constantin Möstl kom í veg fyrir algjöra niðurlægingu þessa spútnikliðs mótsins, varði eins og berserkur, en það gerði Viktor Gísli líka í fyrri hálfleik. Og í fyrri hálfleik virtist íslenska vörnin svo sem ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að kæfa hverja sókn Austurríkis á fætur annarri. Það var svo greinilega allt bensín búið hjá liðinu enda búið að keyra á sama mannskapnum allt mótið. Spurningin bara hve mikið væri á tanknum hjá íslenska liðinu, ekki síst eftir veikindi í hópnum. En það virtist ekkert hrjá okkar menn í fyrri hálfleiknum og eftir þrjú snögg mörk Sigvalda í röð, og fleira til, breyttist staðan úr 8-8 í 14-8 á síðustu átta mínútum fyrir hléið. Algjör draumastaða. Möstl vissulega í miklu stuði en Viktor Gísli enn betri, vörnin traust og engin óþarfa mistök í íslensku sókninni. Möguleiki á sama árangri og síðast Fullkomið tækifæri til að kæfa Austurríkismenn gjörsamlega. Það skipti engu máli fyrir þá hvort að tapið yrði með 1 eða 20 mörkum, og með öflugri byrjun í seinni hálfleik hefði örugglega verið hægt að láta þá missa alla von. Maður var hreinlega farinn að sjá fyrir sér möguleikann sem var svo fjarlægur, að Ísland næði fimmtán marka sigri og kæmi sér í möguleika á að enda í 3. sæti milliriðilsins, og jafnaði árangurinn sem þótti svo frábær á síðasta EM. En Guð minn góður hvað þessar pælingar reyndust passa illa við. Það er einhver andi í þessu austurríska liði sem hefur vantað í það íslenska, og þeir fengu að koma sér strax inn í leikinni í seinni hálfleiknum. Vörnin í molum og Viktor varði ekki skot í tíu mínútur, á meðan að Austurríki jafnaði metin bara í 15-15. Algjörlega með ólíkindum að sjá þessa breytingu. Og þessi byrjun í seinni hálfleik virtist rota flesta í íslenska liðinu. Alltaf hélt maður í vonina um einn góðan kafla til að sækja fimm marka sigur, en hann kom aldrei. Gegn bensínlausu liði. Fengu ekki tíunda lífið Menn voru farnir að kenna slökum, svartfellskum dómurum um, og leikurinn fjaraði smám saman út án þess að Ísland næði að gera alvöru atlögu að því að koma sér í átt að Ólympíuleikunum. Þeir héngu þó á sigrinum, og tækifærinu á að Ungverjar myndu rétta hjálparhönd, en það var auðvitað aldrei mikil von að Ungverjar tækju eitthvað úr leik við Frakka. Strákarnir okkar fengu níu líf í þessu mót, en ekki það tíunda. Búið spil og nú þarf að draga stóran og mikinn lærdóm af þessu móti. Vonandi fer HM-umspilið í vor vel og þá er hægt að sjá hvort eitthvað verður breytt í janúar á næsta ári. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. 24. janúar 2024 17:02 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Ísland vann vissulega leikinn, 26-24, en það vissu allir að liðið myndi líklega þurfa á fimm marka sigri að halda og það kom endanlega í ljós í kjölfarið, þegar Frakkar unnu Ungverja. Enn og aftur sendir Ísland því fámenna sveit á Ólympíuleikana í sumar, og ekkert handboltalandslið. Ömurleg staða en hún er orðin staðreynd. Það er með hreinum ólíkindum að Ísland skyldi ekki spila betur úr þeirri stöðu sem liðið kom sér í, í þessum fyrri hálfleik gegn Austurríki. Og þetta sýnir að íslenska liðið er veikt. Ekki með flensu, þó að hún hafi strítt liðinu, heldur veikt andlega. Miðað við þetta mót þá er bara ekkert drápseðli til staðar og engir töffarar í liðinu. Við vitum að þetta er ekki algilt, en hvað er hægt að segja annað þegar útkoman er svona nánast allt mótið? Þvílík vonbrigði. Það voru allar forsendur fyrir því að berjast um sæti í undanúrslitum. Að komast í undankeppni Ólympíuleikanna var bara eitthvað aukadæmi sem myndi fylgja. En Ísland endar fyrir neðan Austurríki, Ungverjaland og í raun frekar slakt lið Þýskalands. Í tíunda sæti mótsins og aldrei nálægt því að líta út eins og verðlaunalið. Bensínlausir mótherjar Þetta eru bara svo mikil vonbrigði, sérstaklega miðað við það sem var í gangi í fyrri hálfleik í kvöld. Það var svo augljóst tækifæri til að valta yfir Austurríkismenn. Markvörðurinn Constantin Möstl kom í veg fyrir algjöra niðurlægingu þessa spútnikliðs mótsins, varði eins og berserkur, en það gerði Viktor Gísli líka í fyrri hálfleik. Og í fyrri hálfleik virtist íslenska vörnin svo sem ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að kæfa hverja sókn Austurríkis á fætur annarri. Það var svo greinilega allt bensín búið hjá liðinu enda búið að keyra á sama mannskapnum allt mótið. Spurningin bara hve mikið væri á tanknum hjá íslenska liðinu, ekki síst eftir veikindi í hópnum. En það virtist ekkert hrjá okkar menn í fyrri hálfleiknum og eftir þrjú snögg mörk Sigvalda í röð, og fleira til, breyttist staðan úr 8-8 í 14-8 á síðustu átta mínútum fyrir hléið. Algjör draumastaða. Möstl vissulega í miklu stuði en Viktor Gísli enn betri, vörnin traust og engin óþarfa mistök í íslensku sókninni. Möguleiki á sama árangri og síðast Fullkomið tækifæri til að kæfa Austurríkismenn gjörsamlega. Það skipti engu máli fyrir þá hvort að tapið yrði með 1 eða 20 mörkum, og með öflugri byrjun í seinni hálfleik hefði örugglega verið hægt að láta þá missa alla von. Maður var hreinlega farinn að sjá fyrir sér möguleikann sem var svo fjarlægur, að Ísland næði fimmtán marka sigri og kæmi sér í möguleika á að enda í 3. sæti milliriðilsins, og jafnaði árangurinn sem þótti svo frábær á síðasta EM. En Guð minn góður hvað þessar pælingar reyndust passa illa við. Það er einhver andi í þessu austurríska liði sem hefur vantað í það íslenska, og þeir fengu að koma sér strax inn í leikinni í seinni hálfleiknum. Vörnin í molum og Viktor varði ekki skot í tíu mínútur, á meðan að Austurríki jafnaði metin bara í 15-15. Algjörlega með ólíkindum að sjá þessa breytingu. Og þessi byrjun í seinni hálfleik virtist rota flesta í íslenska liðinu. Alltaf hélt maður í vonina um einn góðan kafla til að sækja fimm marka sigur, en hann kom aldrei. Gegn bensínlausu liði. Fengu ekki tíunda lífið Menn voru farnir að kenna slökum, svartfellskum dómurum um, og leikurinn fjaraði smám saman út án þess að Ísland næði að gera alvöru atlögu að því að koma sér í átt að Ólympíuleikunum. Þeir héngu þó á sigrinum, og tækifærinu á að Ungverjar myndu rétta hjálparhönd, en það var auðvitað aldrei mikil von að Ungverjar tækju eitthvað úr leik við Frakka. Strákarnir okkar fengu níu líf í þessu mót, en ekki það tíunda. Búið spil og nú þarf að draga stóran og mikinn lærdóm af þessu móti. Vonandi fer HM-umspilið í vor vel og þá er hægt að sjá hvort eitthvað verður breytt í janúar á næsta ári.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. 24. janúar 2024 17:02 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. 24. janúar 2024 17:02
Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti