Skýrsla Sindra: Þeir voru svo sannarlega veikir Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 19:02 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá strákunum okkar eftir leik. Þeir vissu að tveggja marka sigur dygði varla til að halda ólympíudraumnum á lífi. VÍSIR/VILHELM Á einhvern ótrúlegan hátt enn með góða von um að komast á Ólympíuleika, langt yfir á móti bensínlausum Austurríkismönnum, undirstrikuðu strákarnir okkar það sem komið hefur í ljós á EM. Að það er eitthvað stórkostlega mikið að og í dag er Ísland veikt lið. Ísland vann vissulega leikinn, 26-24, en það vissu allir að liðið myndi líklega þurfa á fimm marka sigri að halda og það kom endanlega í ljós í kjölfarið, þegar Frakkar unnu Ungverja. Enn og aftur sendir Ísland því fámenna sveit á Ólympíuleikana í sumar, og ekkert handboltalandslið. Ömurleg staða en hún er orðin staðreynd. Það er með hreinum ólíkindum að Ísland skyldi ekki spila betur úr þeirri stöðu sem liðið kom sér í, í þessum fyrri hálfleik gegn Austurríki. Og þetta sýnir að íslenska liðið er veikt. Ekki með flensu, þó að hún hafi strítt liðinu, heldur veikt andlega. Miðað við þetta mót þá er bara ekkert drápseðli til staðar og engir töffarar í liðinu. Við vitum að þetta er ekki algilt, en hvað er hægt að segja annað þegar útkoman er svona nánast allt mótið? Þvílík vonbrigði. Það voru allar forsendur fyrir því að berjast um sæti í undanúrslitum. Að komast í undankeppni Ólympíuleikanna var bara eitthvað aukadæmi sem myndi fylgja. En Ísland endar fyrir neðan Austurríki, Ungverjaland og í raun frekar slakt lið Þýskalands. Í tíunda sæti mótsins og aldrei nálægt því að líta út eins og verðlaunalið. Bensínlausir mótherjar Þetta eru bara svo mikil vonbrigði, sérstaklega miðað við það sem var í gangi í fyrri hálfleik í kvöld. Það var svo augljóst tækifæri til að valta yfir Austurríkismenn. Markvörðurinn Constantin Möstl kom í veg fyrir algjöra niðurlægingu þessa spútnikliðs mótsins, varði eins og berserkur, en það gerði Viktor Gísli líka í fyrri hálfleik. Og í fyrri hálfleik virtist íslenska vörnin svo sem ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að kæfa hverja sókn Austurríkis á fætur annarri. Það var svo greinilega allt bensín búið hjá liðinu enda búið að keyra á sama mannskapnum allt mótið. Spurningin bara hve mikið væri á tanknum hjá íslenska liðinu, ekki síst eftir veikindi í hópnum. En það virtist ekkert hrjá okkar menn í fyrri hálfleiknum og eftir þrjú snögg mörk Sigvalda í röð, og fleira til, breyttist staðan úr 8-8 í 14-8 á síðustu átta mínútum fyrir hléið. Algjör draumastaða. Möstl vissulega í miklu stuði en Viktor Gísli enn betri, vörnin traust og engin óþarfa mistök í íslensku sókninni. Möguleiki á sama árangri og síðast Fullkomið tækifæri til að kæfa Austurríkismenn gjörsamlega. Það skipti engu máli fyrir þá hvort að tapið yrði með 1 eða 20 mörkum, og með öflugri byrjun í seinni hálfleik hefði örugglega verið hægt að láta þá missa alla von. Maður var hreinlega farinn að sjá fyrir sér möguleikann sem var svo fjarlægur, að Ísland næði fimmtán marka sigri og kæmi sér í möguleika á að enda í 3. sæti milliriðilsins, og jafnaði árangurinn sem þótti svo frábær á síðasta EM. En Guð minn góður hvað þessar pælingar reyndust passa illa við. Það er einhver andi í þessu austurríska liði sem hefur vantað í það íslenska, og þeir fengu að koma sér strax inn í leikinni í seinni hálfleiknum. Vörnin í molum og Viktor varði ekki skot í tíu mínútur, á meðan að Austurríki jafnaði metin bara í 15-15. Algjörlega með ólíkindum að sjá þessa breytingu. Og þessi byrjun í seinni hálfleik virtist rota flesta í íslenska liðinu. Alltaf hélt maður í vonina um einn góðan kafla til að sækja fimm marka sigur, en hann kom aldrei. Gegn bensínlausu liði. Fengu ekki tíunda lífið Menn voru farnir að kenna slökum, svartfellskum dómurum um, og leikurinn fjaraði smám saman út án þess að Ísland næði að gera alvöru atlögu að því að koma sér í átt að Ólympíuleikunum. Þeir héngu þó á sigrinum, og tækifærinu á að Ungverjar myndu rétta hjálparhönd, en það var auðvitað aldrei mikil von að Ungverjar tækju eitthvað úr leik við Frakka. Strákarnir okkar fengu níu líf í þessu mót, en ekki það tíunda. Búið spil og nú þarf að draga stóran og mikinn lærdóm af þessu móti. Vonandi fer HM-umspilið í vor vel og þá er hægt að sjá hvort eitthvað verður breytt í janúar á næsta ári. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. 24. janúar 2024 17:02 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Ísland vann vissulega leikinn, 26-24, en það vissu allir að liðið myndi líklega þurfa á fimm marka sigri að halda og það kom endanlega í ljós í kjölfarið, þegar Frakkar unnu Ungverja. Enn og aftur sendir Ísland því fámenna sveit á Ólympíuleikana í sumar, og ekkert handboltalandslið. Ömurleg staða en hún er orðin staðreynd. Það er með hreinum ólíkindum að Ísland skyldi ekki spila betur úr þeirri stöðu sem liðið kom sér í, í þessum fyrri hálfleik gegn Austurríki. Og þetta sýnir að íslenska liðið er veikt. Ekki með flensu, þó að hún hafi strítt liðinu, heldur veikt andlega. Miðað við þetta mót þá er bara ekkert drápseðli til staðar og engir töffarar í liðinu. Við vitum að þetta er ekki algilt, en hvað er hægt að segja annað þegar útkoman er svona nánast allt mótið? Þvílík vonbrigði. Það voru allar forsendur fyrir því að berjast um sæti í undanúrslitum. Að komast í undankeppni Ólympíuleikanna var bara eitthvað aukadæmi sem myndi fylgja. En Ísland endar fyrir neðan Austurríki, Ungverjaland og í raun frekar slakt lið Þýskalands. Í tíunda sæti mótsins og aldrei nálægt því að líta út eins og verðlaunalið. Bensínlausir mótherjar Þetta eru bara svo mikil vonbrigði, sérstaklega miðað við það sem var í gangi í fyrri hálfleik í kvöld. Það var svo augljóst tækifæri til að valta yfir Austurríkismenn. Markvörðurinn Constantin Möstl kom í veg fyrir algjöra niðurlægingu þessa spútnikliðs mótsins, varði eins og berserkur, en það gerði Viktor Gísli líka í fyrri hálfleik. Og í fyrri hálfleik virtist íslenska vörnin svo sem ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að kæfa hverja sókn Austurríkis á fætur annarri. Það var svo greinilega allt bensín búið hjá liðinu enda búið að keyra á sama mannskapnum allt mótið. Spurningin bara hve mikið væri á tanknum hjá íslenska liðinu, ekki síst eftir veikindi í hópnum. En það virtist ekkert hrjá okkar menn í fyrri hálfleiknum og eftir þrjú snögg mörk Sigvalda í röð, og fleira til, breyttist staðan úr 8-8 í 14-8 á síðustu átta mínútum fyrir hléið. Algjör draumastaða. Möstl vissulega í miklu stuði en Viktor Gísli enn betri, vörnin traust og engin óþarfa mistök í íslensku sókninni. Möguleiki á sama árangri og síðast Fullkomið tækifæri til að kæfa Austurríkismenn gjörsamlega. Það skipti engu máli fyrir þá hvort að tapið yrði með 1 eða 20 mörkum, og með öflugri byrjun í seinni hálfleik hefði örugglega verið hægt að láta þá missa alla von. Maður var hreinlega farinn að sjá fyrir sér möguleikann sem var svo fjarlægur, að Ísland næði fimmtán marka sigri og kæmi sér í möguleika á að enda í 3. sæti milliriðilsins, og jafnaði árangurinn sem þótti svo frábær á síðasta EM. En Guð minn góður hvað þessar pælingar reyndust passa illa við. Það er einhver andi í þessu austurríska liði sem hefur vantað í það íslenska, og þeir fengu að koma sér strax inn í leikinni í seinni hálfleiknum. Vörnin í molum og Viktor varði ekki skot í tíu mínútur, á meðan að Austurríki jafnaði metin bara í 15-15. Algjörlega með ólíkindum að sjá þessa breytingu. Og þessi byrjun í seinni hálfleik virtist rota flesta í íslenska liðinu. Alltaf hélt maður í vonina um einn góðan kafla til að sækja fimm marka sigur, en hann kom aldrei. Gegn bensínlausu liði. Fengu ekki tíunda lífið Menn voru farnir að kenna slökum, svartfellskum dómurum um, og leikurinn fjaraði smám saman út án þess að Ísland næði að gera alvöru atlögu að því að koma sér í átt að Ólympíuleikunum. Þeir héngu þó á sigrinum, og tækifærinu á að Ungverjar myndu rétta hjálparhönd, en það var auðvitað aldrei mikil von að Ungverjar tækju eitthvað úr leik við Frakka. Strákarnir okkar fengu níu líf í þessu mót, en ekki það tíunda. Búið spil og nú þarf að draga stóran og mikinn lærdóm af þessu móti. Vonandi fer HM-umspilið í vor vel og þá er hægt að sjá hvort eitthvað verður breytt í janúar á næsta ári.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. 24. janúar 2024 17:02 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. 24. janúar 2024 17:02
Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36