Einlægur samningsvilji ekki dugað til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 19:41 Samtök atvinnulífsins og breiðfylking ASÍ hafa staðið í samningsviðræðum síðustu daga. Vísir/sigurjón Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira