Stefna að því að auka aðgengi að neyðarpillunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2024 09:51 Donald Tusk tók aftur við embætti forsætisráðherra Póllands í desember. Áður hafði hann gegnt stöðunni á árunum 2007 til 2014. Á árunum 2014 til 2019 var hann forseti leiðtogaráðs ESB. EPA Ný ríkisstjórn Póllands leitast nú við að vinda ofan af einhverjum þeim lagabreytingum sem fyrri stjórn hrinti í framkvæmd árið 2017 og sem varð til þess að einungis var hægt að nálgast svokallaðar neyðarpillur gegn ávísun læknis. Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla. Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla.
Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03